18. janúar 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinnureglur: umsagnir við ráðningar 2017201707152
Minnisblað um vinnureglur varðandi umsagnir við ráðningar.
Málið rætt og afgreiðslu frestað.
2. Selholt l.nr. 204589 - ósk Veitna eftir lóð undir smádreifistöð201711226
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Veitna um lóð í landi Selholts.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.
3. Umsögn um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir201712243
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að veita umsögn um frumvarpið í samræmi við framlagt minnisblað.
4. Húsnæðisvandi utangarðsfólks201801058
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að svara umboðsmanni Alþingis í samræmi við framlagaða tillögu að svari.
5. Umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga201712244
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að veita umsögn um frumvarpið í samræmi við framlagt minnisblað.
6. Umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður)201712309
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Ekki er talin ástæða til að gera athugasemdir við framlagt frumvarp.