18. maí 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni Fasteignasölu Mosfellsbæjar um að afstaða verði tekin til forkaupsréttar201705121
Ósk um að afstaða verði tekin til forkaupsréttar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að nýta ekki forkaupsrétt að hesthúsi ásamt lóðarspildu í Úlfarfellslandi, Reykjavík, landnúmer 125514, fastanr 208-4967.
2. Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns201705145
Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
3. Erindi Íbúahreyfingarinnar um endurbætur á göngustíg við Varmá201705084
Óksað er eftir umræðu um fyrirhugaðar framkvæmdir og samráð við landeigendur um þær.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
4. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Framvinduskýrsla vegna Helgafellsskóla lögð fram.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
5. Rekstur deilda janúar - mars 2017201705150
Rekstraryfirlit janúar til mars kynnt.
Rekstraryfirlitið er lagt fram og verður gert aðgengilegt á heimasíðu Mosfellsbæjar í samræmi við markmið bæjarins um birtingu fjárhagsupplýsinga úr bókhaldi Mosfellsbæjar.