17. janúar 2013 kl. 18:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012201301367
Umræða um val á íþróttakarli og íþróttakonu ársins 2012.
Kjör íþróttakarls og íþróttakonu ársins 2012 verður kynnt 24. janúar, kl. 19:00 og fer fram í Íþróttahúsinu að Varmá.
2. Ósk um fjárhagsstyrk frá Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301125
Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn óskar eftir rekstrarstyrk að upphæð kr. 500 þúsund krónur fyrir árið 2013. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
Umsögn vísað til bæjarráðs.
3. Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2013201301368
Farið yfir drög að áætlun um starfsáætlun nefndarinnar 2013.
Drög að starfsáætlun lögð fram og mun nýtast sem beinagrind að starfi nefndarinnar árið 2013.
4. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði200906129
Til umfjöllunar er stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum og lögð drög að framkvæmd hennar.
Nefndin ræddi um gerð afreksstefnu og tómstundabandalag. Jafnframt var farið yfir helstu áhersluatriði í nýrri stefnu og felur íþróttafulltrúa og tómstundafulltrúa að taka saman yfirlit yfir þessi atriði.