22. febrúar 2018 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áætlun um loftgæði á Íslandi 2018-2029201802130
Áætlun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um loftgæði á Íslandi 2018-2029 lögð fram til kynningar
Áætlun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um loftgæði á Íslandi 2018-2029 lögð fram til kynningar
2. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Áframhaldandi umræða um endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ.
Áframhaldandi umræða um endurskoðun á umhverfisstefnu Mosfellsbæjar.
Stefnt er að opnum íbúafundi um umhverfisstefnuna þann 22. mars þar sem almenningi gefst kostur á að koma að mótun hennar.3. Sérsöfnun á plasti frá heimilum201704145
Kynning á undirbúningi og innleiðingu á sérsöfnun á plasti frá heimilum í Mosfellsbæ sem hefst 1. mars n.k.
Málið rætt.
4. Friðlýsing gamla Þingvallavegarins201802151
Tillaga Bjarka Bjarnasonar um friðlýsingu gamla Þingvallavegarins
Umhverfisnefnd leggur til að stefnt verði að friðlýsingu Gamla Þingvallavegarins og felur umhverfissviði að ræða við þau sveitarfélög,sem vegurinn liggur í gegnum, um mögulega friðlýsingu.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2017201801094
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2017 til kynningar í nefndir. Málinu var frestað á 185. fundi umhverfisnefndar.
Málið rætt
6. Landsáætlun og verkefnaáætlun um innviði201802132
Drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og verkefnaáætlun til þriggja ára lögð fram til kynningar. Frestur til umsagnar er 26. febrúar 2018
Lagt fram til kynningar.