21. júní 2017 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Vilborg Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
- Ragnheiður Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Ásmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tölulegar upplýsingar á fræðslusviði 2017201703415
Upplýsingar um fjölda barna í Mosfellsbæ 1. júní 2017. Á fundinn mætir fulltrúi umhverfissviðs
Kynnt uppbygging og fjölgun á nýbyggingum í Mosfellsbæ árin 2017-2020. Einnig kynnt fjöldi leik - og grunnskólabarna í Mosfellsbæ eftir skólahverfum og áætlaður fjöldi þeirra til næstu þriggja ára.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen
2. Skóladagatöl 2017-2018201611087
Breytingar á skóladagatali Lágafellsskóla 2017-2018
Fræðslunefnd staðfestir breytt skóladagatal Lágafellsskóla vegna námsferðar skólans á komandi hausti.
3. Samræmd próf 2017201706133
Lagðar fram upplýsingar um framvindu barna fædd 2001 og 2002 samkvæmt niðurstöðum samræmdra prófa
Skólastjórnendur kynntu niðurstöður samræmdra prófa úr 9. og 10. bekk.
Gestir
- Jóhanna Magnúsdóttir
4. Hveradalasáttmáli um bættan árangur barna í lestri201410291
Lagðar fram niðurstöður lestrarprófa
Skólastjórnendur kynntu framvindu í lestri frá uppphafi lestrarsáttmálans. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinagóðar upplýsingar.
Gestir
- Jóhanna Magnúsdóttir, Þrúður Hjelm
5. Vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans201701401
Vegvísir - Kynning á verkefnavinnu og niðurstöðum
Lokaskýrsla um vegvísirinn kynnt. Skýrslan fer til samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennar þar sem hún verður innlegg í næstu kjarasamningagerð.