16. janúar 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs201312079
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Lögð fram umsögn umhverfissviðs sem óskað var eftir á 1148. fundi bæjarráðs þann 19.desember 2013.
Erindið lagt fram.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs201401082
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169 mál.
Erindið lagt fram.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra201401090
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra til hreindýraráðs, mál 202.
Erindið lagt fram.
4. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi styrkbeiðni uppgræðslu á Mosfellsheiði201401160
Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi 200 þúsund króna styrkbeiðni uppgræðslu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.
5. Stækkun Leirvogstunguskóla201401191
Um er að ræða beiðni umhverfissviðs til þess að viðhafa verðkannanir vegna flutnings tveggja færanlegra kennslustofa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að viðhafa þrjár verðkannanir vegna stækkunar Leirvogstunguskóla.
6. Erindi skátahreyfingarinnar varðandi söfnunargáma Grænna Skáta í Mosfellsbæ201401244
Erindi skátahreyfingarinnar varðandi söfnunargáma Grænna Skáta í Mosfellsbæ þar sem óskað er að bæjarráð endurskoði fyrri afstöðu sína í málinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfis- og menningarsviða.
7. Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi201311038
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við erindi Guðnýjar Halldórsdóttur og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur varðandi dreifingu á úrgangi úr minkabúi í Helgadal. Þorsteinn Narfason framkv.stj. eftirlitsins mætti á fundinn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Þorsteinn Narfason (ÞN) framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Þorsteinn Narfason fór yfir og útskýrði efnisatriði úr minnisblaði eftirlitsins og svaraði spurningum fundarmanna.
Afgreiðslu erindisins frestað.