14. september 2012 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Völuteigur 6 - Breyting á innra skipulagi2012082037
Karl Emilsson fh. Oddsmýrar, Reykjahvoli 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og setja innkeyrsluhurðir í suð- vesturhluta hússins nr. 6 við Völuteig í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir húss breytast ekki.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda hússins.
Samyþkkt.2. Æsustaðavegur 6, umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús201011207
Gísli Gestsson fh. Kot-Ylrækt ehf. Birkihlíð 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða íbúðarhús með sambyggðum bílskúr úr steinsteypu í frauðplastmótum á lóðinni nr. 6 við Æsustaðaveg samkvæmt framlögðum gögnum.
Mannvirkin rúmast innan ramma edurskoðaðs deiliskipulags svæðisins.
Stærð: 1. hæð íbúðarhúss 255,2 m2, 2. hæð íbúðarhúss 117,9 m2,
bílgeymsla 40,0 m2, samtals 1.585.1 m3.
Samþykkt.