30. mars 2011 kl. 13:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Tinna Sif Guðmundsdóttir aðalmaður
- Katla Dóra Helgadóttir aðalmaður
- Hilmar Daði Karvelsson aðalmaður
- Fjóla Hreindís Gunnarsdóttir aðalmaður
- Elvar Kató Sigurðsson aðalmaður
- Steinbjörn Björnsson aðalmaður
- Heba Lind Halldórsdóttir aðalmaður
- Hrönn Kjartansdóttir aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði200906129
Drög að framkvæmdaáætlun fyrir stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tómstundamálum lögð fram til umsagnar.
Til máls tóku: TSG, KDH, HDK, FHG, EKS, SB, HLH, HK, TGG, ERD.
Lögð fram til umsagnar drög að framkvæmdaáætlun fyrir stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tómstundamálum.
Ungmennaráð gerir ekki athugasemdir við drög að framkvæmdaáætluninni, en bendir á að bæta mætti aðstöðu til íþróttaiðkunar við Lágafellsskóla og Varmárskóla, s.s. með uppsetningu á skólahreistibraut utandyra.
Almenn erindi
2. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn201002260
Undirbúningur ungmennaráðs Mosfellsbæjar fyrir fund með bæjarstjórn Mosfellsbæjar, sem framundan er.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: TSG, KDH, HDK, FHG, EKS, SB, HLH, HK, TGG, ERD.</DIV><DIV>Ungmennaráð Mosfellsbæjar undirbjó fund með bæjarstjórn Mosfellsbæjar og setti fram drög að umræðuefni.</DIV></DIV></DIV></DIV>
3. Boð á þing ungmennaráða 2011201103420
Boð UNICEF á Íslandi, umboðsmanns barna og Reykjavíkurborgar á þing ungmennaráða 2011 lagt fram til kynningar
Til máls tóku: TSG, KDH, HDK, FHG, EKS, SB, HLH, HK, TGG, ERD.
Lagt fram til kynningar boð UNICEF á Íslandi, umboðsmanns barna og Reykjavíkurborgar á þing ungmennaráða 2011.
Tveir fulltrúar ungmennaráðs munu stefna á að mæta á þingið og er umhverfisstjóra falið að skrá þau til þátttöku.