Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. febrúar 2015 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örn Jónasson (ÖJ) formaður
  • Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
  • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
  • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
  • Sigurður L Einarsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kynn­ing á húsasorps­rann­sókn Sorpu bs. og við­horfs­könn­un varð­andi end­ur­vinnslu201501687

    Kynntar niðurstöður árlegrar greiningar á samsetningu úrgangs frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu ásamt niðurstöður Capasentkönnunar á viðhorfum til úrgangsmála og endurvinnslu. Fulltrúar Sorpu bs. koma á fundinn.

    Á fund­inn und­ir þess­um lið mætti Bjarni Gnýr Hjarð­ar yf­ir­verk­fræð­ing­ur hjá SORPU bs. og kynnti húsasorps­rann­sókn ásamt nið­ur­stöð­um Capacent­könn­un­ar um við­horf til úr­gangs­mála og end­ur­vinnslu.

    • 2. Eft­ir­lit með ám, vötn­um og strand­lengju Mos­fells­bæj­ar201502253

      Fyrirspurn Úrsúlu Junemann um eftirlit með ám, vötnum og strandlengju í Mosfellsbæ með tilliti til mengunar.

      Á fund­inn und­ir þess­um lið mætti Þor­steinn Nar­fa­son fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is og kynnti meng­un­ar­mæl­ing­ar eftr­lits­ins í ám og vötn­um í Mos­fells­bæ.

      • 3. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014201501643

        Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar

        Þjón­ustu­könn­un Capacent vegna sveit­ar­fé­laga fyr­ir árið 2014 kynnt.

        • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um nátt­úrupassa201502164

          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúrupassa. Bæjarráð vísaði málinu til umhverfisnefndar kynningar á 1199. fundi sínum.

          Frum­varp til laga um nátt­úrupassa lagt fram til kynn­ing­ar. Um­hverf­is­nefnd er sam­mála því að rétt sé að inn­heimta gjald fyr­ir að­gengi og við­hald ferða­mannastaða þó að að­ferða­fræð­in sé um­deil­an­leg.

          Almenn erindi - umsagnir og vísanir

          • 5. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2015201501512

            Lögð fram drög að umhverfisverkefnum í Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015, sbr. ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista.

            Um­hverf­is­stjóri kynnti stöðu vinnu við Stað­ar­dagskrá 21 og gerði grein fyr­ir hvaða verk­efni hafa ver­ið til­nefnd til þessa fyr­ir árið 2015. Um­hverf­is­nefnd hvet­ur að­r­ar nefnd­ir til þess að koma til­lög­ur að verk­efn­um úr fram­kvæmda­áætlun Stað­ar­dag­skrár.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.