18. febrúar 2015 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Sigurður L Einarsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á húsasorpsrannsókn Sorpu bs. og viðhorfskönnun varðandi endurvinnslu201501687
Kynntar niðurstöður árlegrar greiningar á samsetningu úrgangs frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu ásamt niðurstöður Capasentkönnunar á viðhorfum til úrgangsmála og endurvinnslu. Fulltrúar Sorpu bs. koma á fundinn.
Á fundinn undir þessum lið mætti Bjarni Gnýr Hjarðar yfirverkfræðingur hjá SORPU bs. og kynnti húsasorpsrannsókn ásamt niðurstöðum Capacentkönnunar um viðhorf til úrgangsmála og endurvinnslu.
2. Eftirlit með ám, vötnum og strandlengju Mosfellsbæjar201502253
Fyrirspurn Úrsúlu Junemann um eftirlit með ám, vötnum og strandlengju í Mosfellsbæ með tilliti til mengunar.
Á fundinn undir þessum lið mætti Þorsteinn Narfason framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og kynnti mengunarmælingar eftrlitsins í ám og vötnum í Mosfellsbæ.
3. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar
Þjónustukönnun Capacent vegna sveitarfélaga fyrir árið 2014 kynnt.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúrupassa201502164
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúrupassa. Bæjarráð vísaði málinu til umhverfisnefndar kynningar á 1199. fundi sínum.
Frumvarp til laga um náttúrupassa lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd er sammála því að rétt sé að innheimta gjald fyrir aðgengi og viðhald ferðamannastaða þó að aðferðafræðin sé umdeilanleg.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015201501512
Lögð fram drög að umhverfisverkefnum í Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015, sbr. ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista.
Umhverfisstjóri kynnti stöðu vinnu við Staðardagskrá 21 og gerði grein fyrir hvaða verkefni hafa verið tilnefnd til þessa fyrir árið 2015. Umhverfisnefnd hvetur aðrar nefndir til þess að koma tillögur að verkefnum úr framkvæmdaáætlun Staðardagskrár.