15. mars 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs leggur fram framvinduskýrslu vegna byggingar hjúkrunarheimilis.
Til máls tóku: HS, JBH, HSv, JJB og BH.
Lögð fram framvinduskýrsla um nýbyggingu hjúkrunarheimilisins.
2. Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi eflingu sveitastjórnarstigsins2011081089
Á 1041. fundi bæjarráðs þann 25. ágúst 2011 var lagður fram gátlisti frá nefnd á vegnum Innanríkisráðuneytisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Nefndin hefur nú lokið störfum og er lokaskýrsla hennar lögð fram til kynningar.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HS, JJB og JS.</DIV><DIV>Skýrsla nefndar Innanríkisráðuneytisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins lögð fram. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun 2011-2014201202038
Áður á dagskrá 1062. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar. Hjálagt er umsögnin.
Til máls tóku: HS, JBH, HSv, JJB, JS og KT.
Fram lögð umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að senda inn umsögn Mosfellsbæjar í samræmi við umræður á fundinum.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um samgönguáætlun 2011-2022201202039
Áður á dagskrá 1062. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar. Hjálagt er umsögnin.
Til máls tóku: HS, JBH, HSv, JJB, JS og KT.
Fram lögð umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að senda inn umsögn Mosfellsbæjar í samræmi við umræður á fundinum..
5. Umsagnarbeiðni um frumvarp um meðhöndlun úrgangs201203113
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
6. Ársreikningur SORPU bs fyrir árið 2011201203160
Ársreikningurinn lagður fram og jafnframt sendur fjármálastjóra til upplýsingar.
7. Framkvæmdir 2012201203169
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs leggur fram yfirlit yfir framkvæmdir 2012.
Til máls tóku: HS, JBH, JJB, HSv, KT og JS
Lögð fram samantekt umhverfissviðs um framkvæmdir Mosfellsbæjar á árinu 2012.
8. Umsókn Flugklúbbs Mosfellsbæjar um styrk félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts í Mosfellsbæ201202397
Minnisblað fjármálastjóra varðandi styrk til greiðslu fasteignagjalda skv. reglum.
Til máls tóku: BH og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts í samræmi við tillögu fjármálastjóra.
9. Umsókn Kiwanisklúbbsins Geisis um styrk félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts í Mosfellsbæ201203016
Minnisblað fjármálastjóra varðandi styrk til greiðslu fasteignagjalda skv. reglum.
Til máls tóku: BH og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts í samræmi við tillögu fjármálastjóra.
10. Umsókn kjósarsýsludeildar RKÍ um styrk félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts í Mosfellsbæ 2012201203168
Minnisblað fjármálastjóra varðandi styrk til greiðslu fasteignagjalda skv. reglum.
Til máls tóku: BH og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts í samræmi við tillögu fjármálastjóra.