Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. september 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi JP Lög­manna varð­andi kröf­ur Já­verks ehf. vegna Krika­skóla201107057

    Áður á dagskrá 1040. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra umhverfissviðs var falið að undirbúa svar til bréfritara. Hjálögð er tillaga að svari.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

     

    Til máls tóku: HS, JBH, BH og JJB.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara er­ind­inu í sam­ræmi við til­lögu þar um.

    • 2. Er­indi vegna eign­ar­hlut­ar - Hraðastað­ir 1201105055

      Áður á dagskrá 1038. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs var falið að koma með tillögu um makaskipti sbr. 1. lið. Hjálögð er tillagan.

      Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

       

      Til máls tóku: HS, JHB, BH, JJB og JS.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga til samn­inga um maka­skipti á eign­ar­hlut­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu þar um.

      • 3. Stíg­ur með­fram Vest­ur­lands­vegi201102165

        Hjálagður er samningur við Vegagerðina sem gerður er með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og er óskað staðfestingar ráðsins á samningnum.

        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

         

        Til máls tóku: HS, JBH, KT, JJB, BH og JS.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa fram­lagð­an samn­ing við Vega­gerð­ina um hjól­reiða­stíg með­fram Vest­ur­lands­vegi og heim­ila út­boð stígs­ins.

         

        Bæj­ar­ráð fagn­ar til­komu þessa samn­ings um lagn­ingu hjól­reiða­stígs sunn­an Vest­ur­lands­veg­ar en teng­ing­in verð­ur kær­komin sam­göngu­bót að og í gegn­um út­vist­ar­svæði Mos­fells­bæj­ar við Hamra­hlíð og áfram til Reykja­vík­ur.

        • 4. Er­indi Lausna lög­manns­stofu sf. varð­andi af­sal201107089

          Áður á dagskrá 1038. fundar bæjarráðs þar sem stjórnsýslusviði var falið að skoða málið. Hjálagt er minnisblað framkvæmdastjóra sviðsins.

          <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HS, JJB og SÓJ.</DIV><DIV>Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara er­ind­inu.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

          • 5. Er­indi SSH varð­andi sam­st­arf vegna þjón­ustu við fatl­aða2011081805

            Áður á dagskrá 1042. bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til fjölskyldunefndar. Hjálagt er fundarbókun nefndarinnar um málið.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að sam­þykkja til­lög­ur að verklags­regl­um mats- og inn­töku­teym­is ann­ars veg­ar og ráðn­ingu verk­efna­stjóra í sam­ræmi við til­lögu stjórn­ar SSH hins veg­ar.

            • 6. Um­sókn um styrk til Hand­ar­inn­ar201109205

              Til máls tóku: HS og KT.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

              • 7. Minn­is­blað um ein­stak­lings­samn­inga um þjón­ustu við fatlað fólk í Mos­fells­bæ201109244

                Til máls tóku: HS, JJB, KT, BH og JS.

                Minn­is­blað um ein­stak­lings­samn­inga um þjón­usta við fatlað fólk í Mos­fells­bæ lagt fram.<FONT size=3 face=Con­solas>&nbsp;</FONT>

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30