15. september 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur Jáverks ehf. vegna Krikaskóla201107057
Áður á dagskrá 1040. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra umhverfissviðs var falið að undirbúa svar til bréfritara. Hjálögð er tillaga að svari.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Til máls tóku: HS, JBH, BH og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindinu í samræmi við tillögu þar um.
2. Erindi vegna eignarhlutar - Hraðastaðir 1201105055
Áður á dagskrá 1038. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs var falið að koma með tillögu um makaskipti sbr. 1. lið. Hjálögð er tillagan.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Til máls tóku: HS, JHB, BH, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga um makaskipti á eignarhlutum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu þar um.
3. Stígur meðfram Vesturlandsvegi201102165
Hjálagður er samningur við Vegagerðina sem gerður er með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og er óskað staðfestingar ráðsins á samningnum.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Til máls tóku: HS, JBH, KT, JJB, BH og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta framlagðan samning við Vegagerðina um hjólreiðastíg meðfram Vesturlandsvegi og heimila útboð stígsins.
Bæjarráð fagnar tilkomu þessa samnings um lagningu hjólreiðastígs sunnan Vesturlandsvegar en tengingin verður kærkomin samgöngubót að og í gegnum útvistarsvæði Mosfellsbæjar við Hamrahlíð og áfram til Reykjavíkur.
4. Erindi Lausna lögmannsstofu sf. varðandi afsal201107089
Áður á dagskrá 1038. fundar bæjarráðs þar sem stjórnsýslusviði var falið að skoða málið. Hjálagt er minnisblað framkvæmdastjóra sviðsins.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HS, JJB og SÓJ.</DIV><DIV>Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
5. Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða2011081805
Áður á dagskrá 1042. bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til fjölskyldunefndar. Hjálagt er fundarbókun nefndarinnar um málið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að samþykkja tillögur að verklagsreglum mats- og inntökuteymis annars vegar og ráðningu verkefnastjóra í samræmi við tillögu stjórnar SSH hins vegar.
6. Umsókn um styrk til Handarinnar201109205
Til máls tóku: HS og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
7. Minnisblað um einstaklingssamninga um þjónustu við fatlað fólk í Mosfellsbæ201109244
Til máls tóku: HS, JJB, KT, BH og JS.
Minnisblað um einstaklingssamninga um þjónusta við fatlað fólk í Mosfellsbæ lagt fram.<FONT size=3 face=Consolas> </FONT>