19. ágúst 2010 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2010201006197
Farið yfir innsendar tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar 2010 fyrir íbúagötur og fyrirtæki.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, HÖG, SHP, KDH, TGG, BÁ
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2010 fyrir fyrirtæki og fyrir íbúagötur.
Eftirtalin fyrirtæki voru tilnefnd:
Borgarplast, Völuteig 31-31a
N1, Háholti 1
Tilnefnd fyrirtæki voru heimsótt og umhverfismál þeirra skoðuð.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar er sammála um að veita fyrirtækinu Borgarplast, Völuteig 31-31a umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar fyrir árið 2010.
Fyrirtækið er til fyrirmyndar í umhverfismálum, er með virka umhverfisstefnu og umhverfisstjórnunarkerfi og er meðvitað um flokkun og endurnýtingu úrgangs.
Eftirtaldar íbúagötur voru tilnefndar:
Hamratangi
Svöluhöfði
Furubyggð
Grenibyggð
Tilnefndar götur voru skoðaðar og farið yfir gátlista til hliðsjónar.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar er sammála um að veita Svöluhöfða umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2010 fyrir fallegustu götuna. Heildaryfirbragð götunnar er snyrtilegt, hönnun og skipulag til fyrirmyndar og margir garðar fallegir og gróðursælir.