15. október 2015 kl. 16:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir (ÓAÞ) formaður
- Sturla Sær Erlendsson varaformaður
- Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Jón Jóhannsson 1. varamaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkefni Þróunar- og ferðamálanefndar.201109430
Framkvæmdaáætlun Þróunar- og ferðamálanefndar 2010-2014 lögð fram til endurskoðunar.
Lagt fram og kynnt vinna við endurskoðun framkvæmdaáætlunarinnar.
2. Ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu - markaðssamstarf sveitarfélaga201505025
Lögð fram til samþykktar lokadrög samnings við Höfuðborgarstofu um markaðssamstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að Mosfellsbær verði aðili að markaðssamstarfi sveitarfélagana á Höfuðborgarsvæðinu í samræmi við framlagðann samning.
3. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ201001422
Samningur við Hótel Laxnes um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ rennur út um áramót.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að endurnýja ekki samning um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn á Hótel Laxnesi. Breyttar áherslur verða með samningi við Höfuðborgarstofu ásamt því að efla stofnanir Mosfellsbæjar í upplýsingagjöf. Forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála er falið að hafa samband við Hótel Laxnes um áframhaldandi samstarf í kynningarmálum sveitarfélagsins sem felst meðal annars í þátttöku í kaupstefnum ferðaþjónustuaðila.
4. Aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu 2015-2017201509254
Lögð fram til upplýsinga aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar 2015-2017.
Lagt fram.