Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. október 2015 kl. 16:30,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir (ÓAÞ) formaður
  • Sturla Sær Erlendsson varaformaður
  • Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
  • Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
  • Jón Jóhannsson 1. varamaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Verk­efni Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar.201109430

    Framkvæmdaáætlun Þróunar- og ferðamálanefndar 2010-2014 lögð fram til endurskoðunar.

    Lagt fram og kynnt vinna við end­ur­skoð­un fram­kvæmda­áætl­un­ar­inn­ar.

  • 2. Ferða­þjón­usta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - mark­aðs­sam­st­arf sveit­ar­fé­laga201505025

    Lögð fram til samþykktar lokadrög samnings við Höfuðborgarstofu um markaðssamstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu.

    Sam­þykkt með öll­um greidd­um at­kvæð­um að Mos­fells­bær verði að­ili að mark­aðs­sam­starfi sveit­ar­fé­lag­ana á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sam­ræmi við fram­lagð­ann samn­ing.

  • 3. Upp­lýs­inga­mið­stöð ferða­manna í Mos­fells­bæ201001422

    Samningur við Hótel Laxnes um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ rennur út um áramót.

    Sam­þykkt með öll­um greidd­um at­kvæð­um að end­ur­nýja ekki samn­ing um rekst­ur upp­lýs­inga­mið­stöðv­ar fyr­ir ferða­menn á Hót­el Lax­nesi. Breytt­ar áhersl­ur verða með samn­ingi við Höf­uð­borg­ar­stofu ásamt því að efla stofn­an­ir Mos­fells­bæj­ar í upp­lýs­inga­gjöf. For­stöðu­manni þjón­ustu- og upp­lýs­inga­mála er fal­ið að hafa sam­band við Hót­el Lax­nes um áfram­hald­andi sam­st­arf í kynn­ing­ar­mál­um sveit­ar­fé­lags­ins sem felst með­al ann­ars í þátt­töku í kaup­stefn­um ferða­þjón­ustu­að­ila.

    • 4. Að­gerðaráætlun Lýð­ræð­is­stefnu 2015-2017201509254

      Lögð fram til upplýsinga aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar 2015-2017.

      Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.