15. nóvember 2012 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016201205141
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013-2016 lögð fram til kynningar.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013-2016.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 fyrir málaflokkinn Almenningsgarðar og útivist/Umhverfismál.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, KDH, SHP, SiG, JBH, TGGFjárhagsáætlun fyrir árið 2013 fyrir málaflokk 11 lögð fram til kynningar.
Fulltrúar M- og S-lista lögðu fram tvær tillögur og voru þær felldar með fjórum atkvæðum gegn einu.Fulltrúar M- og S-lista bóka eftirfarandi tillögur:
Fulltrúar M- og S-lista vilja beina þeim tilmælum til bæjarráðs að fjárframlög til viðhalds útivistaraðstöðu og endurheimtar náttúrugæða á Varmársvæðinu verði aukin.
Fulltrúar M- og S-lista gera að tillögu sinni að Mosfellsbær falli frá fjárfrekum framkvæmdum við Tunguveg þar sem vegurinn mun rýra náttúrugæði sem eru mikilvæg fyrir sveitarfélagið í nútíð og framtíð.