12. apríl 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
- Sigríður Indriðadóttir stjórnsýslusvið
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar201011056
Fundurinn verður vinnufundur undir stjórn Sævars Kristinssonar hjá Netspori þar sem farið verður yfir niðurstöður íbúafundar um lýðræðismál.
Herdís Sigurjónsdóttir stjórnaði fundi í forföllum formanns Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra.
<BR>Á fundinn var mættur Sævar Kristinsson ráðgjafi sem aðstoðaði lýðræðisnefnd við undirbúning og framkvæmd vinnu- og íbúafunda um lýðræðismál sem haldnir voru í Krikaskóla 22. og 29. mars sl.
<BR>Fundarstjóri gaf Sævari orðið og fór hann yfir helstu niðurstöður og hugmyndir sem fram komu á fundinum 29. mars með aðstoð þeirra Sigríðar Daggar, Sigríðar Indriðadóttur og Stefáns Ómars sem aðstoðuðu hann á þeim fundi.<BR>Miklar umræður urðu á fundinum um einstakar hugmyndir og tóku allir fundarmenn þátt í þeim umræðum sem voru bæði gagnlegar og uppbyggilegar. Niðurstöður urðu þær að heppilegt væri að mótað yrði leiðarljós í lýðræðismálum fyrir Mosfellsbæ þar sem helstu hugmyndir sem fram komu á íbúafundinum í Krikaskóla um lýðræðismál yrðu flokkaðar niður og hverjum þeirra sett tvö til fjögur markmið.<BR>Í fyrstu atrennu voru þessi flokkar og markmið skráð niður og var starfsmönnum falið að fara yfir flokka og markmið milli funda, en næsti fundi í nefndinni var fastsettur þann 4. maí nk.<BR>Leiðarljós Mosfellsbæjar í lýðræðismálum<BR>Flokkar og markmið:
<BR>1. Gegnsæi<BR>a. 2 til 4 markmið
<BR>2. Samráð<BR>a. 2 til 4 markmið<BR>
3. Umboðsmaður<BR>a. 2 til 4 markmið<BR>
4. Stjórnsýsla<BR>a. 2 til 4 markmið<BR>
5. Þekking og fræðsla<BR>a. 2 til 4 markmið