16. ágúst 2017 kl. 16:30,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Auður Halldórsdóttir nýráðin forstöðumaður menningarmála sat þennan fund.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinabæjarmálefni201506088
Vinabæjarráðstefna verður haldinn í Mosfellsbæ 2018. Hugrún Ósk Ólafsdóttir kemur á fundinn og upplýsir nefndina um undirbúninginn og annað tengt vinabæjarmálefnum.
Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið. Vinabæjarráðstefna fer fram í Mosfellsbæ dagana 15. til 19. ágúst 2018. Undirbúningur fer af stað með haustinu.
2. Listasalur sýningar 2018201708355
Gerð grein fyrir umsóknum og lögð fram tillaga að úthlutun salarins á árinu 2018. Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir sem hefur unnið úr umsóknum mætir á fundinn undir þessum lið.
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir var á fundinum undir þessum lið og kynnti umsóknir um Listasal Mosfellsbæjar fyrir sýningarhald 2018.
3. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2017201704176
Farið yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2017. Atkvæðagreiðsla.
Fyrri umferð kjörs bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2017.