Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. september 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Pálmi Steingrímsson aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Gyða Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörg María Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kynn­ing á stjórn­sýslu bæj­ar­ins201007027

    Kynnt stjórnsýsla Mosfellsbæjar og samþykkt fyrir fræðslunefnd Mosfellsbæjar.

    Stefán Ómar Jóns­son fram­kvæmd­ar­stjóri Stjórn­sýslu­sviðs kynnti stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar.

    • 2. Er­indi Kven­fé­laga­sam­bands Ís­lands201408135

      Erindi Kvenfélagasambands Íslands varðandi 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Erindinu vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.

      Nefnd­in tek­ur já­kvætt í er­indi Kvenn­fé­lags­sam­band Ís­lands og vís­ar mál­inu til skóla­stjóra grunn­skóla til frek­ari úr­vinnslu.

      • 3. Árs­skýrsla Skóla­skrif­stofu 2013-2014201406266

        Lagt fram til upplýsinga

        Árs­skýrsla Skóla­skrif­stofu lögð fram til kynn­ing­ar. Nefnd­in þakk­ar fyr­ir góða og lýs­andi skýrslu og það grósku­mikla skólast­arf sem fram fer í Mos­fells­bæ.

        • 4. Breyt­ing­ar á skóla­daga­töl­um leik­skóla vet­ur­inn 2014-15201409147

          Lagt fram til samþykktar

          Nefnd­in sam­þykk­ir breyt­ing­ar á skóla­da­ga­tali leik­skól­anna sem og fyr­ir Höfða­berg og ít­rek­ar mik­il­vægi þess að breyt­ing­arn­ar séu vel kynnt­ar for­eldr­um.

          • 5. Skóla­stjórastaða við leik­skól­ann Hlíð2014082000

            Skólastjóri við Leikskólann Hlíð hefur sagt starfi sínu lausu.

            Jó­hanna S. Her­manns­dótt­ir hef­ur sagt starfi sínu lausu sem leik­skóla­stjóri í Hlíð eft­ir far­sælt starf til mar­gra ára.

            • 6. Leir­vogstungu­skóli - ráðn­ing leik­skóla­stjóra201406184

              Lagt fram minnisblað um ráðningu leikskólastjóra við Leirvogstunguskóla. Bæjarráð óskar að ráðningin verði kynnt í fræðslunefnd.

              Guð­rún Björg Páls­dótt­ir hef­ur ver­ið ráð­in sem leik­skóla­stjóri við Leir­vogstungu­skóla. Nefnd­in býð­ur Guð­rúnu Björgu vel­komna til starfa og ósk­ar henni velfarn­að­ar í starfi. Jafn­framt þakk­ar nefnd­in Gyðu Vig­fús­dótt­ur leik­skóla­stjóra á Reykja­koti fyr­ir henn­ar störf við stofn­un og rekst­urs leik­skól­ans und­an­farin þrjú ár.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.