16. september 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
- Gyða Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þorbjörg María Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á stjórnsýslu bæjarins201007027
Kynnt stjórnsýsla Mosfellsbæjar og samþykkt fyrir fræðslunefnd Mosfellsbæjar.
Stefán Ómar Jónsson framkvæmdarstjóri Stjórnsýslusviðs kynnti stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
2. Erindi Kvenfélagasambands Íslands201408135
Erindi Kvenfélagasambands Íslands varðandi 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Erindinu vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.
Nefndin tekur jákvætt í erindi Kvennfélagssamband Íslands og vísar málinu til skólastjóra grunnskóla til frekari úrvinnslu.
3. Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2013-2014201406266
Lagt fram til upplýsinga
Ársskýrsla Skólaskrifstofu lögð fram til kynningar. Nefndin þakkar fyrir góða og lýsandi skýrslu og það gróskumikla skólastarf sem fram fer í Mosfellsbæ.
4. Breytingar á skóladagatölum leikskóla veturinn 2014-15201409147
Lagt fram til samþykktar
Nefndin samþykkir breytingar á skóladagatali leikskólanna sem og fyrir Höfðaberg og ítrekar mikilvægi þess að breytingarnar séu vel kynntar foreldrum.
5. Skólastjórastaða við leikskólann Hlíð2014082000
Skólastjóri við Leikskólann Hlíð hefur sagt starfi sínu lausu.
Jóhanna S. Hermannsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem leikskólastjóri í Hlíð eftir farsælt starf til margra ára.
6. Leirvogstunguskóli - ráðning leikskólastjóra201406184
Lagt fram minnisblað um ráðningu leikskólastjóra við Leirvogstunguskóla. Bæjarráð óskar að ráðningin verði kynnt í fræðslunefnd.
Guðrún Björg Pálsdóttir hefur verið ráðin sem leikskólastjóri við Leirvogstunguskóla. Nefndin býður Guðrúnu Björgu velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar í starfi. Jafnframt þakkar nefndin Gyðu Vigfúsdóttur leikskólastjóra á Reykjakoti fyrir hennar störf við stofnun og reksturs leikskólans undanfarin þrjú ár.