11. apríl 2014 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslartunga 31 /Umsókn um byggingarleyfi201404008
Íslandssmiðir ehf Viðarási 3 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja parhús með sambyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóðinni nr 31 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: bílgeymsla 29,7 m2, 1. hæð íbúðarrými 121,7 m2, 2. hæð 109,0 m2, samtals 825,3 m3.
Samþykkt.
2. Kvíslartunga 33, umsókn um byggingarleyfi201404009
Nýbyggingar og viðhald ehf Dalseli 16 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja parhús með sambyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóðinni nr 33 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: bílgeymsla 29,7 m2, 1. hæð íbúðarrými 121,7 m2, 2. hæð 109,0 m2, samtals 825,3 m3.
Samþykkt.
3. Laxatunga 18-Umsókn um byggingarleyfi201403128
Birgir A Ólafsson Laxatungu 18 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 18 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir húsins breytast ekki.
Samþykkt.
4. Laxatugna 23, umsókn um byggingarleyfi201403164
Elvar Rúnarsson Laxatungu 23 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 23 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir húsins breytast ekki.
Samþykkt.
5. Laxatunga 28, umsókn um byggingarleyfi201403086
Úlfur Þorvarðarson Dugguvogi 3 Reykjavík sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 28 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir húsins breytast ekki.
Samþykkt.