13. júní 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 17. júní 2013201304445
Hátíðaðarhöld í Mosfellsbæ 17. júní 2013
Á fundinn mættu Edda Davíðsdóttir, tómstundafulltrúi og Stefán Óli Jónsson umsjónarmaður 17. júní-hátíðarhaldanna.
Farið var yfir dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna.
2. Listasalur Mosfellsbæjar - úthlutanir ársins 2014201306084
Tillaga að dagskrá Listasalar árið 2014 til afgreiðslu.
Á fundinn mætti Edda Guðmundsdóttir, umsjónarmaður Listasals Mosfellsbæjar.
Farið var yfir umsóknir og tillögur vegna Listasals Mosfellsbæjar árið 2014. Tillögur starfsmanna Listasals lagðar fram. Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar tillögur, nema að Ingirafn Steinsson verði fyrstur á varamannabekk.
3. Bæjarlistamaður 2013201305130
Óskað var eftir tilnefningum um bæjarlistamann frá bæjarbúum á heimasíðu bæjarins. Niðurstaða liggur hér fyrir. Kjör bæjarlistamanns 2013 tekið fyrir.
Fyrri umferð kjörs á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar 2013 fór fram.