15. nóvember 2011 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sólborg Alda Pétursdóttir 1. varamaður
- Bergljót Kristín Ingvadóttir áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Karl Ásbjörn Hjartarson áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Upplýsingar um sumarstarf leikskólanna201109293
Lagt fram. Fram kom að fyrirkomulag sumarstarfs í einum skóla í júlímánuði, að þessu sinni Krikaskóla, hafi gengið mjög vel. Bæði foreldrar, börn og starfsfólk báru fyrirkomulaginu góða sögu.
2. Öryggi barna201111075
Lagt fram. Fræðslunefnd leggur til að heilbrigðisnefnd og fjölskyldunefnd séu upplýstar um bréfið.
3. Erindi frá ráðuneyti um forfallakennslu í grunnskólum201111106
Lagt fram. Lagt er til að bréfið fari til kynningar til skólastjóra.
4. Grunnskólabörn í Mosfellsbæ 2011-2012201111029
Upplýsingar lagðar fram um fjölda grunnskólabarna í skólum bæjarins og fjölda barna með lögheimili í Mosfellsbæ í skólum utan sveitarfélagsins. Fram kom að grunnskólabörn í Mosfellsbæ eru 1468 og í skólum bæjarins eru 1446 nemendur.
5. Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2010-2011201111101
Ársskýrsla Skólaskrifstofu um leik- og grunnskólastarf í Mosfellsbæ árið 2010 - 2011 lögð fram.
6. Erindi SSH - tillögur verkefnahóps 15 varðandi menntamál201110293
Erindi verkefnahóps SSH um menntamál lagt fram. Fram koma tillögur um samstarf og samstarfsverkefni af ýmsum toga. Fræðslunefnd leggur til að látið verði reyna á hvaða samstarfsverkefni geti orðið skólastarfi í Mosfellsbæ og á höfuðborgarsvæðinu til framdráttar. Jafnframt er lagt til að hugað verði að forgangsröðun verkefna og að fjárhagsforsendur hvers og eins verkefnis séu tryggðar hverju sinni.