14. júní 2010 kl. 9:00,
2. hæð Lágafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arnartangi 74 - Stækkun við bílskúr201006125
Anton Kroyer Arnartanga 74 Mosfellasbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum fyrirklomulagsbreytingum og að stækka úr timbri anddyri hússins nr.74 við Arnartanga samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun anddyris 2,5 m2, 6,8 m3.
Samþykkt.
2. Hamrabrekkur 6, umsókn um byggingarleyfi200907016
Elsa þorsteinsdóttir Vatnsholti 1C, 230 Reykjanesbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum fyrirkomulagsbreytingum, reyndarteikningum fyrir sumarbústað að Hamrabrekkum 6.
Stærðir bústaðarins breytast ekki.
Samþykkt.
3. Lynghóll lnr:125325 - byggingarleyfi201006132
Guðmundur Einarsson Álfheimum 26 Reykjavík sækir um leyfi til að flytja áðurbyggt geymsluhús úr timbri og staðsetja á lóð sinni lnr. 125325 við Lynghólsveg samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Byggingin er innan marka gildandi deiliskipulags lóðarinnar.
Jafnframt er sótt um leyfi til að tengja húsið við rafmagn fyrir ljós og hita.
Stærð geymsluhúss, 22,7 m2, 61,0 m3.
Samþykkt, enda verði ekki heilsársbúseta í húsinu og heimtaugar lagðar í jörðu.
4. Í Úlfarsfellslandi lnr. 125503, umsókn um endurbyggingu bátaskýlis.201005131
Daníel Þórarinsson Sogavegi 156 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa gamalt bátaskýli og endurbyggja úr timbri á lóð úr Úlfarsfellslandi lnr. 125503 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð bátaskýlis, 30,6 m2, 100,5 m3.
Samþykkt.
5. Leyfi til að setja hurð milli rýmis 0109 og 0110201005194
Ístex Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum og að setja eldvarnahurð milli rýma 01.09 og 01.10 í húsinu númer 6 við Völuteig samkvæmt framlögðum gögnum.
Breytingin er í samræmi við fyrirliggjandi brunahönnun hússins.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
6. Í Þormóðsdalsland, l.nr. 125611, umsókn um leyfi fyrir breytingum á sumarbústað201003027
Birgir Hjaltalín Vallhólma 22 Kópavogi sækir um leyfi til að tengja rafmagn í sumarbústað sinn í Þormóðsdalslandi, lnr. 125611 við rafmagn fyrir ljós og hita samkvæmt framlögðum gögnum.
Samþykkt, enda verði ekki heilsársbúseta í bústaðnum og heimtaugar lagðar í jörðu.