15. október 2013 kl. 17:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa)
- Fjalar Freyr Einarsson áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Óskar Grímur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Könnun meðal sveitarstjóra á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum201310091
Niðurstöður frá menntamálaráðuneyti lagðar fram.
Lagt fram.
2. Eineltiskönnun Lágafellsskóla201310097
Lagt fram til upplýsinga
Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri Lágafellsskóla fór yfir könnuna sem var lögð fram til kynningar.
3. Leikskólaárgangar haust 2013201310118
Lagt fram til upplýsinga
Upplýsingar um fjölda leikskólabarna eftir árgöngum lagðar fram.
4. Skólaskylda grunnskólabarna201310113
Lagt fram til upplýsinga
Upplýsingar um fjölda grunnskólabarna haustið 2013 og í hvaða skóla eða sveitarfélagi þau eru í skóla. Þetta er gert árlega til að uppfylla skyldur bæjarfélagsins um að sinna eftirliti með skólaskyldu barna.
5. Tvítyngd börn og starfsmenn í leikskólum201310107
Lagt fram til upplýsinga
Lagðar fram upplýsingar um fjölda tvítyngdra barna eftir þjóðerni, en tvítyngd börn eru 8,5% leikskólabarna haustið 2013. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir fjölda tvítyngdra starfsmanna á leikskólum bæjarins.
6. Fjöldi barna í mötuneyti og frístund haust 2013201310109
Lagt fram til upplýsinga
Lagðar fram fjöldatölur um þátttöku grunnskólabarna í mötuneytum og fjölda barna í frítstundaseljum.
7. Upplýsingar um endurskoðun á samræmdri mötuneytisstefnu201310120
Endurskoðun á samræmdri mötuneytisstefnu leik- og grunnskóla. Upplýsingar til fræðslunefndar um stöðuna.
Farið yfir stöðu mála varðandi endurskoðun mötuneytisstefnu.
8. Nafn á nýjar leikskóladeildir201309437
Gerð er tillaga um nafnaval á leikskóladeild við Blikastaðaveg vestan Þrastarhöfða
Upplýsingar um nafn á nýju leikskóladeildunum við Blikastaðaveg kynntar. Lagt er til við bæjarráð að nafnið verði Höfðaberg sem er í samræmi við niðurstöður netkönnunar sem gerð var á heimasíðu Mosfellsbæjar.