15. mars 2017 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- María Pálsdóttir 1. varamaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Erna Reynisdóttir 1. varamaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Vilborg Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
- Ragnheiður Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Ásmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reglur um skólaakstur201703097
Lagt fram til staðfestingar
Reglur um skólaakstur staðfestar.
2. Niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar á menntun án aðgreiningar á Íslandi201703064
Lagt fram til upplýsinga og kynningar.
Helstu niðurstöður Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar á Íslandi kynntar fræðslunefnd.
3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017201701266
Lögð fram ósk umhverfisnefndar um tillögur frá öllum nefndum bæjarins að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkefnalistann skal velja út frá þeim verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Frestur til að skila inn tillögum er til 1. mars 2017.
Áherslur stofnanna á fræðslusviði í tengslum við Staðardagskrá 21 árið 2017 er gróðursetning trjáa í samvinnu við umhverfissvið og Skógræktarfélagið, að fleiri skólar sæki um að verða grænfánaskóli og aukna rafræna stjórnsýslu.
4. Skóladagatöl 2017-2018201611087
Lagt fram til staðfestingar
Skóladagatal Skólahljómsveitar staðfest. Skóladagatalið er samræmt við grunnskóla og Listaskóla Mosfellsbæjar.
Gestir
- Daði Þór Einarsson og Atli Guðlaugsson