9. október 2015 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Álafossvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi201510103
Magnús Magnússon Álafossvegi 20 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að innrétta húsið Álafossveg 20 sem gistiheimili í samræmi við framlögð gögn.
Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
2. Gerplustræti 24 - Umsókn um byggingarleyfi201507037
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 8 íbúða þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 16 - 24 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Á 397 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gerð kennileitis að Gerplustræti 24". Stærð húss 1. hæð 296,7 m2, 2. hæð 260,4 m2, 3. hæð 260,4 m2, 2550,6 m3.
Samþykkt.
3. Úlfarsfellsland 125500 - Umsókn um byggingarleyfi201507122
Haraldur V Haraldsson Hrafnshöfða 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka úr timbri sumarbústað í landi Úlfarsfells land nr. 125500 í samræmi við framlögð gögn. Á 395 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umsóknin verði samþykkt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir". Stærð bústaðs 89,5 m2, 331,8 m3. Stækkun 12,5 m2, 92,8 m3.
Samþykkt.