Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. mars 2015 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ástu-Sólliljugata 22-24 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502421

    Stakkanes ehf Álfhólsvegi 53 Kópavogi sækir um leyfi fyrir endursamþykkt, útlits og fyrirkomulagsbreytingum á 4 íbúða fjöleignahúsi úr steinsteypu á lóðinni nr. 22 - 24 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Lofthæðir breytast í húsinu og það stækkar um 33,1 m3.

    Sam­þykkt.

    • 2. Flugu­mýri 24-26, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502251

      Fagverk verktakar ehf Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að stækka millipall og innrétta starfsmannaaðstöðu, byggja svalir og fjölga gluggum í einingu 0107 í austurhluta hússins að Flugumýri 24 - 26 samkvæmt framlögðum uppdráttum. Stækkun millipalls 39,8 m2. Heildar rúmmetrastærð hússins breytist ekki. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.

      Sam­þykkt

      • 3. Há­holt 7, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201409355

        Hótel Laxnes Háholti 7 sækir um leyfi til að byggja kvisti, hækka ris og breyta innra fyrirkomulagi í matshluta 0201 að Háholti 7 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss: 149,0 m3.

        Sam­þykkt

        • 4. Laxa­tunga 179-185 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502419

          Hlöðver Sigurðsson Gerðhömrum 14 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einnar hæðar raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 179 -185 samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð nr. 179: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3. Stærð nr. 181: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3. Stærð nr. 183: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3. Stærð nr. 185: Íbúð 166,5 m2 bílgeymsla 36,9 m2, samtals 847,5 m3.

          Sam­þykkt

          • 5. Litlikriki 68-74, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201503093

            Árvökull ehf Stórakrika 46 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að klæða húsin nr. 68 - 74 við Litlakrika með flísum og álklæðningu í samræmi við framlögð gögn.

            Sam­þykkt.

            Almenn erindi - umsagnir og vísanir

            • 6. Stórikriki 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502146

              Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland Stórakrika 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta útliti og notkun bílgeymslu hússins að Stórakrika 14 þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi. Heildarstærðir hússins breytast ekki. Á 259. afgreiðslufundi byggingafulltrúa óskaði hann eftir afstöðu skipulagsnefndar hvort til álita kæmi að leyfa umbeðna breytingu. Á fundi skipulagsnefndar 5. mars 2015 var fjallað um erindið og var gerð eftirfarandi bókun. "Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir erindinu".

              Bygg­inga­full­trúi synj­ar er­ind­inu á grund­velli af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.