Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. febrúar 2015 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Laxa­tunga 97, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502112

    Óskar Guðmundsson Kvíslartungu 96 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka, breyta útliti og fyrirkomulagi áður samþykkts einbýlishúss úr steinsteypu á lóðinni nr. 97 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss: 18,6 m2, 101,7 m3. Stærð húss eftir breytingu: Íbúð 200,4 m2, bílgeymsla 38,2 m2, samtals 987,6 m3.

    Sam­þykkt

    • 2. Stórikriki 14,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502146

      Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland Stórakrika 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta útliti og notkun bílgeymslu hússins að Stórakrika 14 þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi. Heildarstærðir hússins breytast ekki.

      Bygg­inga­full­trúi frest­ar af­greiðslu máls­ins og ósk­ar eft­ir af­stöðu skipu­lags­nefnd­ar til þess hvort til álita kem­ur að leyfa að inn­rétta bíl­geymslu húss­ins sem íbúð­ar­rými með eld­hús­að­stöðu.

      • 3. Stórikriki 35, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201501713

        GSKG fasteignir ehf Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að hækka hús í kóta, lækka salarhæð í íbúðarrými og auka salarhæð í bílgeymslu áður samþykkts einbýlishúss úr steinsteypu að Stórakrika 35 samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 6,9 m3. Stærð eftir breytingu: Íbúðarrými 165,4 m2, bílgeymsla 34,3 m2, samtls 715,2 m3.

        Sam­þykkt

        • 4. Í Úlfars­fellslandi 125505, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201410308

          Guðrún H Ragnarsdóttir Klausturhvammi 30 Hafnarfirði sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað á lóð nr. 125505 úr landi Úlfarsfells í samræmi við framlögð gögn. Umsóknin var grenndarkynnt en engar athugasemdir bárust. Stækkun bústaðs 16,4 m2, 97,7 m3. Stærð eftir breytingu: 68,7 m2, 276,7 m3.

          Sam­þykkt

          • 5. Vefara­stræti 21, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201501766

            Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílakjallara úr steinsteypu á lóðinni nr. 21 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn. Stærð bílakjallara 1290,0 m2, 3276,6 m3.

            Bygg­inga­full­trúi frest­ar af­greiðslu máls­ins og ósk­ar eft­ir af­stöðu skipu­lags­nefnd­ar hvort um­sókn­in sam­ræm­ist deili­skipu­lagi svæð­is­ins.

            • 6. Víði­teig­ur 32, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502128

              Knútur Birgisson Víðiteigi 32 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja sólstofu úr timbri og gleri að Víðiteigi 32 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss: Íbúðarrými 121,9 m2, sólstofa 17,5 m2, bílgeymsla 36,5 m2, 642,5 m3.

              Sam­þykkt.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.