Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. maí 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Fjalar Freyr Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
  • Óskar Grímur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet S Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE)
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Starfs­áætlan­ir grunn­skóla 2014-17201405105

    Starfsáætlanir grunnskóla lagðar fram til staðfestingar. Gögn frá skólunum berast á fundargátt á hádegi á mánudag.

    Starfs­áætlan­ir grunn­skóla eru að þessu sinni lagð­ar fram fyr­ir árið 2014-17 eða til þriggja ára.

    Gert er ráð fyr­ir því að starfs­áætlan­irn­ar séu í stöð­ugri end­ur­skoð­un og séu upp­færð­ar á hverju ári og lagð­ar þann­ig fram í fræðslu­nefnd.

    Fræðslu­nefnd stað­fest­ir fram­lagð­ar starfs­áætlan­ir og legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja þær.

    • 2. Vegna und­ir­bún­ings að stofn­un úti­bús að Höfða­bergi201405091

      Erindi foreldrafélags Lágafellsskóla lagt fram

      Í er­indi for­eldra­fé­lags­ins kem­ur fram ósk um að­komu þess að und­ir­bún­ingi að stofn­un úti­bús að Höfða­bergi. Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að for­eldra­fé­lag Lága­fells­skóla taki þátt í vinnu­hóp­um sem eru starf­andi og fræðslu­nefnd legg­ur til að fé­lag­ið velji einn full­trúa frá sér í hvern vinnu­hóp og til­kynni hann til fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs. Verði þeir síð­an boð­að­ir á næstu fundi hóp­anna.

      • 3. Sam­komulag milli rík­is og sveit­ar­fé­laga um þjón­ustu tal­meina­fræð­inga201405106

        Til umfjöllunar samkomulag ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu á þjónustu talmeinafræðinga

        Lagt fram sam­komulag um verka­skipt­ingu og ábyrgð rík­is og sveit­ar­fé­laga vegna tal­meina­þjón­ustu við börn með fram­burð­ar­frávik, mál­þroskafrávik og stam.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00