13. maí 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Fjalar Freyr Einarsson áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Óskar Grímur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísabet S Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE)
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlanir grunnskóla 2014-17201405105
Starfsáætlanir grunnskóla lagðar fram til staðfestingar. Gögn frá skólunum berast á fundargátt á hádegi á mánudag.
Starfsáætlanir grunnskóla eru að þessu sinni lagðar fram fyrir árið 2014-17 eða til þriggja ára.
Gert er ráð fyrir því að starfsáætlanirnar séu í stöðugri endurskoðun og séu uppfærðar á hverju ári og lagðar þannig fram í fræðslunefnd.
Fræðslunefnd staðfestir framlagðar starfsáætlanir og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þær.
2. Vegna undirbúnings að stofnun útibús að Höfðabergi201405091
Erindi foreldrafélags Lágafellsskóla lagt fram
Í erindi foreldrafélagsins kemur fram ósk um aðkomu þess að undirbúningi að stofnun útibús að Höfðabergi. Ekkert er því til fyrirstöðu að foreldrafélag Lágafellsskóla taki þátt í vinnuhópum sem eru starfandi og fræðslunefnd leggur til að félagið velji einn fulltrúa frá sér í hvern vinnuhóp og tilkynni hann til framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Verði þeir síðan boðaðir á næstu fundi hópanna.
3. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um þjónustu talmeinafræðinga201405106
Til umfjöllunar samkomulag ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu á þjónustu talmeinafræðinga
Lagt fram samkomulag um verkaskiptingu og ábyrgð ríkis og sveitarfélaga vegna talmeinaþjónustu við börn með framburðarfrávik, málþroskafrávik og stam.