9. nóvember 2012 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Langitangi 5, umsókn um stöðuleyfi fyrir gámum á lóðinni201210201
N1 Dalvegi 10-14 Kópavogi sækir um stöðuleyfi fyrir 5 gáma á lóðinni nr. 5 við Langatanga, samkvæmt framlögðum gögnum.
Á 330. fundi skipulagsnefndar þann 30.10.2012 var tekin til afgreiðslu fyrirspurn byggingafulltrúa og gerð eftirfarandi bókun:
"Byggingafulltrúi óskar álits skipulagsnefndar hvort veiting stöðuleyfis fyrir gáma á lóðinni nr. 5 við Langatanga samræmist ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðina samanber umsókn N1".
"Þar sem umrædd lóð er ætluð til byggingar og var úthlutað sem slíkri fyrir 6 árum síðan, telur nefndin það ekki samræmast skipulagi að hún sé nýtt sem geymslusvæði fyrir gáma og kerrur.
Samþykkt samhljóða að leggjast gegn veitingu stöðuleyfa fyrir gáma á lóðinni".Byggingafulltrúi synjar umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni með vísan í ofangreinda bókun skipulagsnefndar.
2. Víðiteigur 6B, umsókn um byggingarleyfi.2012081949
Haraldur Ársælsson Víðiteig 6B Mos. sækir um leyfi til að innrétta ris, setja þakglugga og breyta innanhúss fyrirkomulagi hússins nr. 6B við Víðiteig samkvæmt framlögðum gögnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki annarra meðeigenda í raðhúsalengjunni.
Stærð rýmis í risi 52,3 m2. Rúmmál húss breytist ekki.Samþykkt.