Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. nóvember 2012 kl. 13:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Langi­tangi 5, um­sókn um stöðu­leyfi fyr­ir gám­um á lóð­inni201210201

    N1 Dal­vegi 10-14 Kópa­vogi sæk­ir um stöðu­leyfi fyr­ir 5 gáma á lóð­inni nr. 5 við Langa­tanga, sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

    Á 330. fundi skipu­lags­nefnd­ar þann 30.10.2012 var tekin til af­greiðslu fyr­ir­spurn bygg­inga­full­trúa og gerð eft­ir­far­andi bók­un:

    "Bygg­inga­full­trúi ósk­ar álits skipu­lags­nefnd­ar hvort veit­ing stöðu­leyf­is fyr­ir gáma á lóð­inni nr. 5 við Langa­tanga sam­ræm­ist ákvæð­um deili­skipu­lags fyr­ir lóð­ina sam­an­ber um­sókn N1".
    "Þar sem um­rædd lóð er ætluð til bygg­ing­ar og var út­hlutað sem slíkri fyr­ir 6 árum síð­an, tel­ur nefnd­in það ekki sam­ræm­ast skipu­lagi að hún sé nýtt sem geymslu­svæði fyr­ir gáma og kerr­ur.
    Sam­þykkt sam­hljóða að leggjast gegn veit­ingu stöðu­leyfa fyr­ir gáma á lóð­inni".

    Bygg­inga­full­trúi synj­ar um­sókn um stöðu­leyfi fyr­ir gáma á lóð­inni með vís­an í of­an­greinda bók­un skipu­lags­nefnd­ar.

    • 2. Víði­teig­ur 6B, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.2012081949

      Har­ald­ur Ár­sæls­son Víði­teig 6B Mos. sæk­ir um leyfi til að inn­rétta ris, setja þak­glugga og breyta inn­an­húss fyr­ir­komu­lagi húss­ins nr. 6B við Víði­teig sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki ann­arra með­eig­enda í rað­húsa­lengj­unni.
      Stærð rým­is í risi 52,3 m2. Rúm­mál húss breyt­ist ekki.

      Sam­þykkt.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00