24. ágúst 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Haraldur Sverrisson formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
- Sigríður Indriðadóttir stjórnsýslusvið
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar201011056
Boðað er til fundar í lýðræðisnefnd miðvikudaginn 24. ágúst eins og hér kemur fram. Vegna sumarleyfa starfsmanna og nefndarmanna hafa málið æxlast þannig að ekki hefur verið fundarfært fyrr en nú með þessu fundarboði. Ásetningurinn er að á næsta fundi liggi fyrir samantekt á þeim athugasemdum sem borist hafa til starfsmanna auk þess sem gerð verður grein fyrir gagnsæi og aðgengi að gögnum sem nokkur sveitarfélög hafa haft til sameiginlegrar skoðunar.
Formaður setti fundinn og lagði til að þrjú atriði yrðu aðalumræðuefni þessa fundar þ.e. framganga verkefnisins og verklok, drögin eins og þau liggja nú fyrir þar á meðal að taka umræðu um stjórnsýslu og gegnsæi.
Stefnt er að því að fyrir lok næstu viku verði uppfærð drög að lýðræðisstefnu birt á vef bæjarins til kynningar og athugasemd fyrir íbúa. Um miðjan september yrði síðan haldinn kynningar og samráðsfundur með íbúm bæjarins og í framhaldi af því stefnt að því að bæjarstjórn samþykkti stefnuna á fundi sínum 12. október nk. en í þeirri viku stendur yfir Evrópsk lýðræðisvika.
Til máls tóku: HSv, ASG, JJB, SI, HS, SÓJ og SDA.
Fundarmenn fóru sameiginlega yfir alla liði þeirra draga sem fyrir liggja þar á meðal þær breytingartillögur sem sendar höfðu verið inn frá einstökum nefndarmönnum. Ákveðið var að starfsmenn nefndarinnar tækju saman og stilltu upp endurbættum drögum fyrir næsta fund nefndarinnar sem ákveðinn var miðvikudaginn 31. ágúst nk.