Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. ágúst 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Haraldur Sverrisson formaður
  • Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
  • Sigríður Indriðadóttir stjórnsýslusvið
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar201011056

    Boðað er til fundar í lýðræðisnefnd miðvikudaginn 24. ágúst eins og hér kemur fram. Vegna sumarleyfa starfsmanna og nefndarmanna hafa málið æxlast þannig að ekki hefur verið fundarfært fyrr en nú með þessu fundarboði. Ásetningurinn er að á næsta fundi liggi fyrir samantekt á þeim athugasemdum sem borist hafa til starfsmanna auk þess sem gerð verður grein fyrir gagnsæi og aðgengi að gögnum sem nokkur sveitarfélög hafa haft til sameiginlegrar skoðunar.

    Formað­ur setti fund­inn og lagði til að þrjú at­riði yrðu að­alum­ræðu­efni þessa fund­ar þ.e. fram­ganga verk­efn­is­ins og verklok, drög­in eins og þau liggja nú fyr­ir þar á með­al að taka um­ræðu um stjórn­sýslu og gegn­sæi.

    Stefnt er að því að fyr­ir lok næstu viku verði upp­færð drög að lýð­ræð­is­stefnu birt á vef bæj­ar­ins til kynn­ing­ar og at­huga­semd fyr­ir íbúa. Um miðj­an sept­em­ber yrði síð­an hald­inn kynn­ing­ar og sam­ráðs­fund­ur með íbúm bæj­ar­ins og í fram­haldi af því stefnt að því að bæj­ar­stjórn sam­þykkti stefn­una á fundi sín­um 12. októ­ber nk. en í þeirri viku stend­ur yfir Evr­ópsk lýð­ræðis­vika.

     

    Til máls tóku: HSv, ASG, JJB, SI, HS, SÓJ og SDA.

    Fund­ar­menn fóru sam­eig­in­lega yfir alla liði þeirra draga sem fyr­ir liggja þar á með­al þær breyt­ing­ar­til­lög­ur sem send­ar höfðu ver­ið inn frá ein­stök­um nefnd­ar­mönn­um. Ákveð­ið var að starfs­menn nefnd­ar­inn­ar tækju sam­an og stilltu upp end­ur­bætt­um drög­um fyr­ir næsta fund nefnd­ar­inn­ar sem ákveð­inn var mið­viku­dag­inn 31. ág­úst nk. 

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00