11. nóvember 2010 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) formaður
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Hafdís Rut Rudolfsdóttir aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Marta Hildur Richter menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Norrænt vinabæjarsamstarf - kynning.201010125
Á fundinn mætti Helga Jónsdóttir verkefnastjóri í norrænu vinabæjarsamstarfi. Farið var yfir helstu verkefni sem unnin eru í vinabæjarsamstarfi Mosfellsbæjar, Thisted, Loimaa, Uddevalla og Skien.
2. Samningur um vinabæjarmálefni 2010201011022
Samningurinn kynntur. Afgreiðslu frestað.
3. Kynning og starfsáætlun Bókasafns Mosfellsbæjar 2011201011101
Marta Hildur Richter forstöðumaður Bókasafns Mosfellsbæjar kynnti bókasafnsstarfssemi í Mosfellsbæ. Einnig var lögð fram starfsáætlun Bókasafnsins.
4. Árlegir aðventutónleikar 2010201011070
Lagt er til að aðventutónleikar verði haldnir með hefðbundnum hætti og að þessu sinni fari þeir fram þann 7. desember.
5. Erindi Draumakaffi varðandi styrk201011068
Ekki er hægt að verða við erindinu en umsækjenda bent á árlega styrkveitingu menningarmálanefndar sem auglýst er í febrúar ár hvert.
6. Erindi Huldu Jónasdóttur um styrk vegna tónleikahalds til ungra tónlistarflytjanda201011085
Ekki er hægt að verða við erindinu en umsækjenda bent á árlega styrkveitingu menningarmálanefndar sem auglýst er í febrúar ár hvert.
7. Erindi Sögufélagsins um ráðstöfun styrks 2010201011071
Menningarmálanefnd tekur undir með Sögufélaginu að verkefnið sem um er rætt er áhugavert og bendir á árlega styrkveitingu menningarmálanefndar sem auglýst er í febrúar ár hvert vegna þess. Menningarmálanefnd óskar því eftir að umræddur styrkur verði nýttur í það verkefni sem sótt var um. Óskað er eftir skilagrein um notkun styrkjarins á grundvelli þessa.
8. Sjónvarpsþátturinn Tríó - ósk um styrk201011058
Ekki er hægt að verða við erindinu en umsækjenda bent á árlega styrkveitingu menningarmálanefndar sem auglýst er í febrúar ár hvert.
9. Tendrað á jólatré bæjarins og jólaball 2011201011104
Lagt er til að tendrað verði á jólatré bæjarins 27. desember. Afgreiðsla á jólaballi frestað.
10. Handbók menningarmálanefndar201011100
Frestað.
11. Stefnumótun í menningarmálum200603117
Frestað.
12. Kynning á fornleifaverkefninu í Mosfellsdal - Hrísbrú201011103
Frestað.
13. Umsókn Sögumiðlunar um styrk vegna verkefnisins Mosfellsdalur á víkingaöld2010081835
Frestað.