9. júlí 2010 kl. 09.00,
2. hæð Bæjarfell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ásgarður 125253 - Viðbót við sumarhús201006147
Þórarinn Guðmundsson Björtuhlíð 31 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað á spildu úr Helgadalslandi, lnr. 125253 samkvæmt framlögðum gögnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki allra eigenda aðliggjandi landa.
Stærð viðbyggingar 20,3 m2, 91,3 m3.
Stærð eftir breytingu 46,7 m2, 161,8 m3.
Samþykkt.
2. Blikastaðir 199270, golfskáli, umsókn um byggingarleyfi200611017
Haukur Hafsteinsson fh. Golfklúbbsins Kjalar, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 1. áfanga Golfskála / félagsheimili á lóð golfklúbbsins í Blikastaðalandi í samræmi við gildandi deiliskipulag og framlögð gögn.
Stærð 1. áfanga 468,0 m2, 2251,3 m3.
Samþykkt.
3. Brúarland, færanlegar kennslustofur, sótt um leyfi að færa tvær kennslustofur að Brúarlandi.201007099
Þorgeir Þorgeirsson fh. eignasjóðs Mosfellsbæjar sækir um leyfi til að flytja tvær færanlegar kennslustofur ásamt tengibyggingu úr timbri frá Gerplustræti 14 og reisa þær norðan Brúarlandshússins og nýta sem viðbótar kennslurými.
Stærð 81,0 m2, 269,9 m3 hvor stofa. Tengibygging 27,3 m2, 77,5 m3.
Samþykkt.
4. Miðdalur 2, lnr 125198, heimtaug rafmagns201007094
Baldur Baldursson Suðurhlíð 38 B sækir um leyfi til að tengja rafmagn fyrir ljós og hita í sumarbústað á spildu úr Miðdalslandi, lnr. 125198 samkvæmt framlögðum gögnum.
Samþykkt að því tilskyldu að ekki verði heilsársbúseta í bústaðnum og heimtaugar verði lagðar í jörð.
5. Víðiteigur 12, umsókn um byggingarleyfi fyrir herbergi, í stað sólstofu.201007042
Þröstur Þorgeirsson Víðiteig 12 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að rífa núverandi sólstofu að Víðiteigi 12 og endurbyggja sem sem íbúðarherbergi að sömu stærð. Byggingin verði úr timbri með sambærilegri klæðningu og íbúðarhúsið. Mænishæð íbúðarherbergis verður minni en var á sólstofu.
Stærð húss eftir breytingu 173,9 m2, 598,2 m3.
Samþykkt.