14. nóvember 2017 kl. 17:15,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Árni Reimarsson 1. varamaður
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) aðalmaður
- Hjördís Bjartmars Arnardóttir (HBA) 1. varamaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 send til umfjöllunar í nefndum í kjölfar fyrri umræðu um hana á fundi bæjarstjórnar.
Lagt fram
2. Kynnisferð þróunar- og ferðamálanefndar til menningarstofnana og fyrirtækja201711080
Kynnisferð þróunar- og ferðamálanefndar til menningarstofnana og fyrirtækja
Ákveðið að nefndin fari í heimsókn til 5-6 ferðaþjónustuaðila og nýti fund til þess. Formanni og starfsmanni nefndarinnar falið að útfæra heimsókn á grunni umræðna í nefndinni.
3. Stefnumarkandi stjórnunaráætlanir áfangastaða (DMP)201711081
Kynning og umfjöllun um stefnumarkandi stjórnunaráætlanir áfangastaða (Destination Managment Plans) og boð á vinnustofa 30. nóvember nk.
Arnar Jónsson sagði frá þessu verkefni og sagði frá boði á vinnustofu 30. nóvember. Nefndarmenn eru velkomnir á vinnustofuna.