10. október 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Ungmennafélags Aftureldingar varðandi samning við N12013081710
Erindi Aftureldingar þar sem farið er fram á leyfi til þess að mannvirki Mosfellsbæjar að Varmá verði merkt með lógói N1. Með fylgir umbeðin umsögn íþrótta- og tómstundanefndar til bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila merkingar á íþróttahúsinu að Varmá og lögð er áhersla á að þær séu unnar í samráði við íþróttafulltrúa Mosfellsbæjar. Jafnframt samþykkir bæjarráð að umsögn íþrótta- og tómstundanefndar verði send stjórn Aftureldingar.
3. Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi Græna stíginn201310041
Erindi Skógræktarfélags Íslands þar sem hvatt er til áframhaldandi framkvæmda við Græna stíginn svokallaða.
Erindið er lagt fram.
4. Erindi Sorpu bs. varðandi samning við Endurvinnsluna hf.201310058
Erindi Sorpu bs. varðandi staðfestingu á samningi við Endurvinnsluna hf. um móttöku á skilagjaldsskyldum umbúðum.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti en vísar endanlegri afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
5. Erindi samtakanna Landsbyggðin lifi varðandi styrkbeiðni201310071
Erindi samtakanna Landsbyggðin lifi þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100 þúsund krónum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja styrkbeiðninni.
6. Rekstraráætlun Sorpu 2014 - 2018201310072
Rekstraráætlun Sorpu 2014 - 2018 sem stjórnin samþykkti á fundi sínum þann 23. september sl.
Rekstraráætlunin er lögð fram.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Erindi Heilbriðgiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi starfsemi Mótomos í Mosfellsbæ2013082023
Erindi Heilbriðgiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi starfsemi Mótomos í Mosfellsbæ en í erindinu er m.a. hvatt til þess að hljóðmælingar fari fram á braut Mótomos. Með fylgir umsögn umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að settur verði á laggirnar starfshópur skipaður fulltrúum Mótomos, Mosfellsbæjar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis sem falið er að vinna að uppbyggingu og skipulagi akstursíþróttabrautar á Tungumelum.