Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. maí 2013 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Arn­ar­tangi 47, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201302306

    Þeba Björt Karlsdóttir sækir um leyfi til að stækka úr timbri húsið nr. 47 við Arnartanga samkvæmt framlögðum gögnum. Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir bárust. Stækkun húss: 12,9 m2, 41,0 m3. Stærð húss eftir breytingu 106,9 m2, 373,3 m3

    Sam­þykkt.

    • 2. Dal­land, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir stækk­un húss.201305047

      B. Pálsson Austurstræti 18 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka íbúðarhúsið að Dallandi samkvæmt framlögðum gögnum. Um er að ræða stækkun eldhúss og búrs en byggingarefni er steinsteypa. Um er að ræða byggingarfræmkvæmd á þegar byggðu svæði þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag. Stærð viðbyggingar er 64,1 m2, 334,0 m3

      Er­ind­inu vísað til með­ferð­ar skipu­lags­nefnd­ar með vís­an í 44 gr. skipu­lagslaga.

      • 3. Hamra­tangi 15, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir sól­skýli.201305072

        Svavar Tómasson Hamratanga 15 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að reisa óupphitað sólskýli úr áli og gleri við suðurhlið hússins nr. 15 við Hamratanga samkvæmt framlögðum gögnum . Stærð sólskýlis er 32,6 m2, 81,8 m3.

        Sam­þykkt.

        • 4. Há­holt 13 - 15 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir skjól­vegg vegna úti­veit­inga.201305049

          Veitingar ehf Háholti 13 - 15 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að innrétta útiveitingaaðstöðu og reisa timburskjólvegg við suð vestur hluta hússins að Háholti 13 - 15 samkvæmt framlögðum gögnum . Fyrir liggur skriflegt samþykki húseigenda.

          Sam­þykkt.

          • 5. Heið­ar­hvamm­ur, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir jarð­hús ofl.201305015

            Ágúst Hálfdánarson Heiðarhvammi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta staðsetningu og byggingarefni áðursamþykkts bílskúrs að Heiðarhvammi. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja útigeymslu úr steinsteypu, breyta gluggum, hurðum og þaki bílskursins ásamt því að setja upp heitan pott og sturtuaðstöðu í samræmi við framlögð gögn . Stærð útigeymslu: 4,0 m2, 10,0 m3.

            Sam­þykkt.

            • 6. Reykjalund­ur,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir við­bygg­ingu.201303338

              Reykjalundur Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja við / stækka matshluta 7 að Reykjalundi samkvæmt framlögðum gögnum. Byggt verður úr steinsteypu og stáli. Brunahönnun liggur fyrir. Stækkun: 93,8 m2, 352,3 m3.

              Sam­þykkt.

              • 7. Stórikriki 40, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.201305060

                Valdís R Ingadóttir Stórakrika 40 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 40 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.

                Sam­þykkt.

                • 8. Stórikriki 42, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201305053

                  Arnar Sigurbjörnsson Stórakrika 42 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 42 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.

                  Sam­þykkt.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00