8. ágúst 2011 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bugðutangi 23 - Byggingaleyfisumsókn fyrir breyttu innra skipulagi á jarðhæð201107053
Páll Helgason Bugðutanga 23 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og útliti jarðhæðar að Bugðutanga 23. Ennfremur er sótt um leyfi til að loka opnu rými á jarðhæð samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkum húss, 12,6 m2, 29,2 m3.
Samþykkt.
2. Helgadalur 123636 - byggingarleyfi fyrir sólastofu201105275
Hreinn Ólafsson Helgadal, Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja anddyri / sólstofu úr timbri og gleri við vesturhlið íbúðarhússins í Helgadal samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð viðbyggingar, 26,4 m2, 86,5 m3.
Samþykkt.
3. Laxatunga 70, flutningur á kennslustofum og tengibyggingu frá Gerplustræti 14201107176
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að reisa þrjár færanlegar kennslustofur, þrjár tengibyggingar og aðstöðuhús úr timbri á lóðinni nr. 70 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Um er að ræða mannvirki sem staðið hafa í Gerplustræti.
Stærð: mhl. 1, 3 og 5, 79,9 m2, 276,2 m3 hver eining.
Mhl. 2, 34,2 m2, 98,8 m3, mhl. 4, 26,5 m2, 76,6 m3,
mhl. 6, 27,2 m2, 78,6 m3.
Samtals 1086,2 m3.
Samþykkt.
4. Roðamói 19. Byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu við hesthús.201106016
Ólafur Haraldsson Roðamóa 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja / stækka úr steinsteypu, hesthús á lóðinni nr. 19 við Roðamóa samkvæmt framlögðum gögnum.
Viðbyggingin er innan gildandi byggingarreits og ramma skipulagsskilmála.
Stækkun hésthúss: 1. hæð 160,0 m2, millipallur 16,0 m2, 393,1 m3.
Samþykkt.
5. Umsókn um byggingarleyfi á sumarbústað201106241
Hálist ehf. Vatnsstíg 9 Reykjavík sækir um leyfi fyrir hönd eigenda til að byggja sumarbústað úr timbri á lóð nr. 125184 í Miðdalslandi. Sótt er um leyfi fyrir áðurbyggðu geymsluhúsnæði úr timbri. Jafnframt er sótt um leyfi til að tengja bústaðinn við rafmagn fyrir ljós og hita.
Stærð: Matshluti 1, 110,0 m2, 441,1 m3,
matshluti 2. geymsla 11,5 m2, 36,4 m3.
Samþykkt.
6. Þormóðsdalur 125612 - umsókn um salernisleyfi á tjaldstæði201107018
Skátasamband Reykjavíkur Hraunbæ 123 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja bátaskýli og salernisaðstöðu úr timbri á lóð Skátasambandsins í Þormóðsdalslandi nr. 125612 samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Fyrirhugaðar framkvæmdir rúmast innan ramma gildandi deiliskpulags svæðisins.
Stærð, 50,0 m2, 168,2 m3.