9. ágúst 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Davíð Ólafsson (DÓ) formaður
- Björk Ingadóttir varaformaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Auður Halldórsdóttir ritari
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinabæjarráðstefna 2018 í Mosfellsbæ201705218
Kynning á dagskrá vinabæjaráðstefnu sem haldinn verður í Mosfellsbæ 16.-19. ágúst. Hugrún Ósk Ólafsdóttir, verkefnisstjóri þjónustu og ritari vinabæjasamstarfsins kemur á fundinn undir þessum lið.
Gestir
- Hugrún Ósk Ólafsdóttir
2. Listasalur Mosfellsbæjar Sýningarárið 20192018083393
Gerð grein fyrir umsóknum og lögð fram tillaga að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2019. Steinunn L. Emilsdóttir starfsmaður Listasalar Mosfellsbæjar og Bókasafns kemur á fundinn undir þessum lið.
Tillaga Steinunar Lilju Emilsdóttur, starfandi umsjónarmann Listasalar Mosfellsbæjar og Auðar Halldórsdóttur, forstöðumann bókasafns- og menningarmála um sýningar árið 2019 í Listasal Mosfellsbæjar samþykkt samhljóða.
Gestir
- Steinunn Lilja Emilsdóttir og Auður Halldórsdóttir
3. Í túninu heima árið 20182018083404
Farið yfir dagskránna og dómnefndarstörf vegna skreytingakeppni milli hverfa. Hilmar Gunnarsson verkefnisstjóri Í túninu heima verður gestur fundarins.
Lagt fram
Gestir
- Hilmar Gunnarsson
4. Tilnefning bæjarlistamanns 2018201806339
Farið yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2018. Atkvæðagreiðsla. Fyrri umferð kjörs bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2018.
Frestað