Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. október 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Lága­fells­bygg­inga varð­andi deili­skipu­lag Lága­fells201407125

    Lögð fram umsögn skipulagsnefndar um erindi Lágafellsbygginga, sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar til umsagnar 14. ágúst 2014. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um lóðamál dags. 28. ágúst 2014.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um, að feng­inni um­sögn skipu­lags­nefnd­ar, að ekki sé tíma­bært að sinni að ráð­ast í gerð deili­skipu­lags íbúð­ar­byggð­ar á Lága­fellslandi.

    • 2. Er­indi Báru Sig­urð­ar­dótt­ur varð­andi gatna­gerð­ar­gjald201409259

      Erindi Báru Sigurðardóttur þar sem óskað er undanþágu frá greiðslu gatnagerðargjalds af viðbyggingu við Reykjadal 2. 1180. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar sem er hjálögð.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara bréf­rit­ara, í sam­ræmi við fengna um­sögn, um að greiðslu­skylda hvíli á bréf­rit­ara vegna við­bygg­ing­ar við Reykja­dal 2.

      • 3. Ráðn­ing leik­skóla­stjóra við Hlíð201409359

        Ráðning leikskólastjóra við Hlíð

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa til­lögu um ráðn­ingu Ragn­heið­ar Hall­dórs­dótt­ur sem leik­skóla­stjóra í Hlíð frá og með þeim tíma er nú­ver­andi leik­skóla­stjóri læt­ur af störf­um. Ráðn­ing­in verði send til fræðslu­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

        • 4. Er­indi Neyt­enda­sam­tak­anna varð­andi styrk­beiðni201410030

          Erindi Neytendasamtakanna varðandi styrkbeiðni þar sem farið er fram á 45 þús. króna styrk vegna ársins 2015.

          Af­greiðslu frestað til næsta fund­ar.

          • 5. Er­indi Við stól­um á þig varð­andi um­hverf­is­mál o.fl.201410065

            Erindi Við stólum á þig varðandi umhverfismál o.fl. þar sem kynnt er sala á umhverfisvænum innkaupapokum og stofnun sjóðs til að aðstoðar við SEM og MND samtökin.

            Er­ind­ið lagt fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.