9. október 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Lágafellsbygginga varðandi deiliskipulag Lágafells201407125
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar um erindi Lágafellsbygginga, sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar til umsagnar 14. ágúst 2014. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um lóðamál dags. 28. ágúst 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum, að fenginni umsögn skipulagsnefndar, að ekki sé tímabært að sinni að ráðast í gerð deiliskipulags íbúðarbyggðar á Lágafellslandi.
2. Erindi Báru Sigurðardóttur varðandi gatnagerðargjald201409259
Erindi Báru Sigurðardóttur þar sem óskað er undanþágu frá greiðslu gatnagerðargjalds af viðbyggingu við Reykjadal 2. 1180. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar sem er hjálögð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara, í samræmi við fengna umsögn, um að greiðsluskylda hvíli á bréfritara vegna viðbyggingar við Reykjadal 2.
3. Ráðning leikskólastjóra við Hlíð201409359
Ráðning leikskólastjóra við Hlíð
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta tillögu um ráðningu Ragnheiðar Halldórsdóttur sem leikskólastjóra í Hlíð frá og með þeim tíma er núverandi leikskólastjóri lætur af störfum. Ráðningin verði send til fræðslunefndar til kynningar.
4. Erindi Neytendasamtakanna varðandi styrkbeiðni201410030
Erindi Neytendasamtakanna varðandi styrkbeiðni þar sem farið er fram á 45 þús. króna styrk vegna ársins 2015.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
5. Erindi Við stólum á þig varðandi umhverfismál o.fl.201410065
Erindi Við stólum á þig varðandi umhverfismál o.fl. þar sem kynnt er sala á umhverfisvænum innkaupapokum og stofnun sjóðs til að aðstoðar við SEM og MND samtökin.
Erindið lagt fram.