9. mars 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Haraldur Sverrisson formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar201011056
1. mál: Fundir um lýðræðismál. Tilhögun, lóðsar, spurningar. 2. mál: Niðurstöður úr skoðanakönnun kynntar. 3. mál: Gegnsæi og aðgengi að gögnum.
Á fundinn var mættur Sævar Kristinsson (SK) ráðgjafi sem aðstoða mun lýðræðisnefndina við framkvæmd vinnu- og íbúafundanna sem haldnir verða þann 22. og 29. mars nk.
Til máls tóku: HSv, SDA, SÓJ, SK, ASG, JJB og HS.
Varðandi íbúafundinn var samþykkt að lóðsar yrðu starfsmenn Mosfellsbæjar, þau Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Sigríður Indriðadóttir, Stefán Ómar Jónsson, Tómas Guðberg Gíslason, Magnea Ingimundardóttir, Elín Lára Edvards og Jóhanna B. Hansen.
Til upplýsingar fyrir Sævar Kristinsson fóru nefndarmenn yfir megin tilganginn með stofnun og starfi lýðræðisnefndarinnar. Sævar Kristinsson fór síðan yfir sína sýn á það hvernig best væri að haga til starfinu á fundinum þann 29. mars nk.
Sigríður Dögg kynnti nefndarmönnum niðurstöður úr rafrænni könnun "Leiðir til samráðs" þar sem þátttakendur voru um 300 talsins en könnunin fór fram nú í febrúar. Verið er að vinna endanlega úr niðurstöðunum og verða þær settar á vefinn fyrir lok mánaðarins.
Stefán Ómar kynnti niðurstöður af fyrirspurn sem hann lagði fyrir nokkur nágrannasveitarfélög um hvort og þá hvað þau væru að gera í því að auka aðgengi að gögnum í vörslu þeirra. Nefndin fól Stefáni Ómari að koma á samstarfi.