Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. mars 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Haraldur Sverrisson formaður
  • Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar201011056

    1. mál: Fundir um lýðræðismál. Tilhögun, lóðsar, spurningar. 2. mál: Niðurstöður úr skoðanakönnun kynntar. 3. mál: Gegnsæi og aðgengi að gögnum.

    Á fund­inn var mætt­ur Sæv­ar Krist­ins­son (SK) ráð­gjafi sem að­stoða mun lýð­ræð­is­nefnd­ina við fram­kvæmd vinnu- og íbúa­fund­anna sem haldn­ir verða þann 22. og 29. mars nk.

     

    Til máls tóku: HSv, SDA, SÓJ, SK, ASG, JJB og HS.

     

    Varð­andi íbúa­fund­inn var sam­þykkt að lóðs­ar yrðu starfs­menn Mos­fells­bæj­ar, þau Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir, Stefán Ómar Jóns­son, Tóm­as Guð­berg Gíslason, Magnea Ingi­mund­ar­dótt­ir, Elín Lára Ed­var­ds og Jó­hanna B. Han­sen.

     

    Til upp­lýs­ing­ar fyr­ir Sæv­ar Krist­ins­son fóru nefnd­ar­menn yfir meg­in til­gang­inn með stofn­un og starfi lýð­ræð­is­nefnd­ar­inn­ar. Sæv­ar Krist­ins­son fór síð­an yfir sína sýn á það hvern­ig best væri að haga til starf­inu á fund­in­um þann 29. mars nk.

     

    Sig­ríð­ur Dögg kynnti nefnd­ar­mönn­um nið­ur­stöð­ur úr ra­f­rænni könn­un "Leið­ir til sam­ráðs" þar sem þátt­tak­end­ur voru um 300 tals­ins en könn­un­in fór fram nú í fe­brú­ar. Ver­ið er að vinna end­an­lega úr nið­ur­stöð­un­um og verða þær sett­ar á vef­inn fyr­ir lok mán­að­ar­ins.

     

    Stefán Ómar kynnti nið­ur­stöð­ur af fyr­ir­spurn sem hann lagði fyr­ir nokk­ur ná­granna­sveit­ar­fé­lög um hvort og þá hvað þau væru að gera í því að auka að­gengi að gögn­um í vörslu þeirra. Nefnd­in fól Stefáni Óm­ari að koma á sam­starfi.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30