11. janúar 2011 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson aðalmaður
- Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sævar Garðarsson áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Byggingaleyfi fyrir Framhaldsskóla í Mosfellsbæ201011273
Á fundinn mætir Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs og upplýsir um stöðu mála varðandi byggingu nýs framhaldsskóla í Mosfellsbæ.
<SPAN class=xpbarcomment>Á fundinn mætti Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs og kynnti teikningar nýs framhaldsskóla í Mosfellsbæ.</SPAN>
2. Grunnskólabörn í Mosfellsbæ 2010-2011201012183
Lagt fram til upplýsinga
Lagðar fram upplýsingar um fjölda barna með lögheimili í Mosfellsbæ og skólavist þeirra skólaárið 2010-11.
3. Niðurstöður samræmdraprófa 2010201101090
Lagt fram til upplýsingar
Lagðar fram upplýsingar um niðurstöður samræmdra prófa 2010. Jafnframt kynnt skýrsla þar sem fram kemur samanburður á niðurstöðum aftur til ársins 2005.
4. Verk eftir Ragnar Lár gefin Mosfellsbæ201101103
Til kynningar
Ekkja Ragnars Lár myndlistarmanns, Kristín Pálsdóttir, hefur fært Mosfellbæ að gjöf 20 myndverk í tilefni þess að Ragnar Lár hefði orðið 75 ára þann 12. desember sl.
Fræðslunefnd færir ekkjunni bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
5. Bréf frá nemendum í Krikaskóla201012258
Erindi frá nemendum
Fræðslunefnd þakkar kærlega fyrir erindi nemenda í 3. bekk Krikaskóla og felur Skólaskrifstofu erindið til umsagnar.