Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. desember 2010 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
  • Anna María E Einarsdóttir 1. varamaður
  • Gerður Pálsdóttir (GP) 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ástands­skýrsla fyr­ir frið­lýst svæði í Mos­fells­bæ 2010201012036

    Tölvubréf Umhverfisstofnunar vegna ástandsskýrslu fyrir friðlýst svæði lögð fram til kynningar.

    Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, AMEE, GP, JBH, TGG

    Lagt fram tölvu­bréf Um­hverf­is­stofn­un­ar vegna ástands­skýrslu fyr­ir frið­lýst svæði í Mos­fells­bæ.

    Um­hverf­is­nefnd fel­ur um­hverf­is­stjóra að vinna mál­ið í sam­ráði við Um­hverf­is­stofn­un og upp­lýsa nefnd­ina um nið­ur­stöð­una.

    • 2. Er­indi Fé­lags hest­húsa­eig­enda á Varmár­bökk­um varð­andi frá­rennslis­mál201010228

      546. fundur bæjarstjórnar vísar erindi Félags hesthúsaeigenda til upplýsingar og almennrar umfjölluna í Umhverfisnefnd. Athygli er vakin á því að bæjarráð hefur sett erindið í hendur forstöðumanns Þjónustustöðvar til úrvinnslu.

      Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, AMEE, GP, JBH, TGG

      Lagt fram er­indi Fé­lags hest­húsa­eig­enda sem vísað var frá bæj­ar­stjórn til um­hverf­is­nefnd­ar til upp­lýs­inga og al­mennr­ar um­fjöll­un­ar.

      • 3. Fjár­hags­áætlun 2011201007117

        Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2011, sem snýr að umhverfisnefnd, lögð fram til kynningar.

        Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, AMEE, GP, JBH, TGG

        Lögð fram til kynn­ing­ar drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2011 sem snýr að um­hverf­is­mál­um.

        • 4. Fyr­ir­komulag úr­gangs­mála í Mos­fells­bæ 2010201012055

          Fyrirkomulag sorphirðumála í Mosfellsbæ kynnt fyrir umhverfisnefnd

          Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um að fresta mál­inu til næsta fund­ar.

          • 5. Kort­lagn­ing stíga og slóða í Mos­fells­bæ 2010201012057

            Erindi varðandi mögulegar aðgerðir til að draga úr utanvegaakstri í Mosfellsbæ lagt fram til umræðu.

            Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, AMEE, GP, JBH, TGG

            Lagt fram er­indi varð­andi mögu­leg­ar að­gerð­ir til að draga úr ut­an­vega­akstri í Mos­fells­bæ.

            Eft­ir­far­andi til­laga lögð fram:

            Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að formað­ur nefnd­ar­inn­ar og um­hverf­is­stjóri Mos­fells­bæj­ar hefji vinnu við kort­lagn­ingu stíga og slóða í landi bæj­ar­ins, bæði göngu­leið­ir, reið­vegi og öku­slóða.  Verk­ið verði unn­ið í sam­ráði við hags­muna­að­ila, svo sem hesta­menn, land­eig­end­ur, Motomos og Slóða­vini, og nið­ur­stöð­ur kynnt­ar fyr­ir um­hverf­is­nefnd.  Vinna þessi mun ekki hafa neinn auka­kostn­að í för með sér fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið.

            Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

            • 6. Trjálund­ur Rot­ary­klúbbs Mos­fells­sveit­ar201010015

              Bæjarstjórn sendir erindi Rótarýklúbbs Mosfellssveitar varðandi trjálund félagsins við Skarhólabraut til umsagnar umhverfisnefndar.

              Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, AMEE, GP, TGG

              Jó­hanna B. Hans­sen bæj­ar­verk­fræð­ing­ur vék af fundi und­ir þess­um lið.

              Er­indi Rótarý­klúbbs Mos­fells­bæj­ar varð­andi trjál­und fé­lags­ins við Skar­hóla­braut sent til um­hverf­is­nefnd­ar til um­sagn­ar.

              Um­hverf­is­nefnd er sam­þykk því að fela um­hverf­is­stjóra að ræða við Rótarý­klúbb­inn varð­andi er­indi þeirra um trjálund­inn.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00