9. desember 2010 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
- Anna María E Einarsdóttir 1. varamaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ástandsskýrsla fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 2010201012036
Tölvubréf Umhverfisstofnunar vegna ástandsskýrslu fyrir friðlýst svæði lögð fram til kynningar.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, AMEE, GP, JBH, TGG
Lagt fram tölvubréf Umhverfisstofnunar vegna ástandsskýrslu fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna málið í samráði við Umhverfisstofnun og upplýsa nefndina um niðurstöðuna.
2. Erindi Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum varðandi frárennslismál201010228
546. fundur bæjarstjórnar vísar erindi Félags hesthúsaeigenda til upplýsingar og almennrar umfjölluna í Umhverfisnefnd. Athygli er vakin á því að bæjarráð hefur sett erindið í hendur forstöðumanns Þjónustustöðvar til úrvinnslu.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, AMEE, GP, JBH, TGG
Lagt fram erindi Félags hesthúsaeigenda sem vísað var frá bæjarstjórn til umhverfisnefndar til upplýsinga og almennrar umfjöllunar.
3. Fjárhagsáætlun 2011201007117
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2011, sem snýr að umhverfisnefnd, lögð fram til kynningar.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, AMEE, GP, JBH, TGG
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2011 sem snýr að umhverfismálum.
4. Fyrirkomulag úrgangsmála í Mosfellsbæ 2010201012055
Fyrirkomulag sorphirðumála í Mosfellsbæ kynnt fyrir umhverfisnefnd
Samþykkt með 5 atkvæðum að fresta málinu til næsta fundar.
5. Kortlagning stíga og slóða í Mosfellsbæ 2010201012057
Erindi varðandi mögulegar aðgerðir til að draga úr utanvegaakstri í Mosfellsbæ lagt fram til umræðu.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, AMEE, GP, JBH, TGG
Lagt fram erindi varðandi mögulegar aðgerðir til að draga úr utanvegaakstri í Mosfellsbæ.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfisnefnd leggur til að formaður nefndarinnar og umhverfisstjóri Mosfellsbæjar hefji vinnu við kortlagningu stíga og slóða í landi bæjarins, bæði gönguleiðir, reiðvegi og ökuslóða. Verkið verði unnið í samráði við hagsmunaaðila, svo sem hestamenn, landeigendur, Motomos og Slóðavini, og niðurstöður kynntar fyrir umhverfisnefnd. Vinna þessi mun ekki hafa neinn aukakostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
6. Trjálundur Rotaryklúbbs Mosfellssveitar201010015
Bæjarstjórn sendir erindi Rótarýklúbbs Mosfellssveitar varðandi trjálund félagsins við Skarhólabraut til umsagnar umhverfisnefndar.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, AMEE, GP, TGG
Jóhanna B. Hanssen bæjarverkfræðingur vék af fundi undir þessum lið.
Erindi Rótarýklúbbs Mosfellsbæjar varðandi trjálund félagsins við Skarhólabraut sent til umhverfisnefndar til umsagnar.
Umhverfisnefnd er samþykk því að fela umhverfisstjóra að ræða við Rótarýklúbbinn varðandi erindi þeirra um trjálundinn.