6. nóvember 2014 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Engjavegur 8, umsókn um byggingarleyfi201411027
Ævar Örn Jósepsson Engjavegi 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja verönd og setja hurð á austur gafl hússins nr. 8 við Engjaveg samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda í vestur enda hússins.
Samþykkt.
2. Laxatunga 24, umsókn um byggingarleyfi201410339
Róbert Axelsson Laxatungu 24 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólstofu úr timbri og gleri við húsið nr. 24 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð sólstofu 24,4 m2.
Byggingafulltrúi vísar umsókninni til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga.
3. Leirvogstunga 14, umsókn um byggingarleyfi201411047
VK verkfræðistofa Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 14 við Leirvogstungu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: Íbúð 142,5 m2, bílgeymsla 32,0 m2, samtals 677,7 m3. Áðursamþykktir uppdrættir falli úr gildi.
Byggingafulltrúi vísar umsókninni til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga.
4. Í Elliðakotslandi Brú, umsókn um byggingarleyfi201411054
Dacta ehf Fléttuvöllum 35 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum frístundahús á lóðinni Brú í landi Elliðakots landnr. 125216 í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss 129,3 m2.
Byggingafulltrúi visar umsókninni til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga.