7. desember 2011 kl. 20:20,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Veislugarðs varðandi niðurfellingu á leigu í Hlégarði201104216
Áður á dagskrá 1054. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að koma með tillögu að afgreiðslu málsins. Hjálögð eru gögn um viðhald, ástand húss, ársreikningar Hlégarðs og Veislugarðs ehf. og drög að samkomulagi.
Frestað.
2. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna lyktarmengunar í Mosfellsbæ201012284
Til máls tóku: HSv, HS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að senda fyrirliggjandi drög að bréfi til Sorpu bs.
3. Tillögur af 47. sambandsþingi UMFÍ til sveitarfélaga201112021
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisnefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fjölskyldunefndar til upplýsingar.
4. Erindi Kristínar B Reynisdóttur varðandi götuna Lágholt201112017
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
5. Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrkveitingu 2012201111240
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.