8. september 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Sigrún Guðmundsdóttir (SG) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Vinnuskóla Reykjavíkur varðandi umhverfismál201107153
Lagt fram til kynningar bréf vinnuskóla Reykjavíkur vegna sorpflokkunar og umhverfismála.
Til máls tóku BBj, ÖJ, KDH, SiG, SHP, HHG, JBH, TGG
Lagt fram til kynningar bréf vinnuskóla Reykjavíkur vegna sorpflokkunar og umhverfismála.
Umhverfisnefnd fagnar áhuga umhverfisráðs Vinnuskóla Reykjavíkur á aukinni sorpflokkun og upplýsir að undirbúningur þess er þegar hafinn.
2. Evrópsk Samgönguvika 20112011081988
Hugmyndir að dagskrá fyrir Evrópska Samgönguviku í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar
Til máls tóku BBj, ÖJ, KDH, SiG, SHP, HHG, JBH, TGG
Lagðar fram til kynningar hugmyndir að dagskrá fyrir Evrópska Samgönguviku í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd er ánægð með framlögð drög og leggur til að dagskráin verði sem fjölbreyttust.
3. Málþing um sjálfbær sveitarfélög á Selfossi 2011201109114
Drög að dagskrá málþings um sjálfbær sveitarfélög á Selfossi þann 13. október n.k. lögð fram til kynningar
Til máls tóku BBj, ÖJ, KDH, SiG, SHP, HHG, JBH, TGG
Lögð fram til kynningar drög að dagskrá málþings um sjálfbær sveitarfélög á Selfossi þann 13. október n.k.
4. Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010201109113
Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis um rannsóknir á saurkóligerlum við Leiruvog 2004-2010 lögð fram til kynningar
Til máls tóku BBj, ÖJ, KDH, SiG, SHP, HHG, JBH, TGG
Lögð fram til kynningar skýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um rannsóknir á saurkóligerlum við Leiruvog 2004-2010.
Umhverfisnefnd fagnar þeim árangri sem náðst hefur við hreinsun strandlengjunnar en tekur undir athugasemdir heilbrigðiseftirlitsins um frekari úrbætur.
5. Refa- og minnkaveiðar 2010-2011, skil á skýrslum2011081596
Samantekt á minka- og refaveiði veiðitímabilsins 2010-2011 lögð fram til kynningar
Til máls tóku BBj, ÖJ, KDH, SiG, SHP, HHG, JBH, TGG
Lögð fram til kynningar samantekt á minka- og refaveiðum í Mosfellsbæ veiðitímabilið 2010-2011