10. maí 2017 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Vilborg Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
- Ragnheiður Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Ásmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tölulegar upplýsingar á fræðslusviði 2017201703415
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um fjölda barna í Mosfellsbæ samkvæmt lögheimili 1. maí 2017.
Lögð fram áætlun um fjölda barna í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar skólaárin 2017-19. Nýjar tölur lagðar fram reglulega á næstu fundum nefndarinnar.
2. Talmeinaþjónusta í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar201704151
Kynning á talmeinaþjónustu í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar.
Lagt fram yfirlit yfir þjónustu talmeinafræðings í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar fyrir yfirstandandi skólaár.
3. Ungt fólk 2017201704187
Vímuefnanotkun ungs fólks í Mosfellsbæ. Niðurstöður rannsóknar frá Rannsóknir og greining meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2017.
Farið yfir helstu niðurstöður Rannsóknar og greiningar um vímuefnanotkun unglinga skólaárið 2016-17. Fræðslunefnd felur Fræðslu- og frístundasviði að vinna með niðurstöðurnar í samvinnu við skóla og félagsmiðstöð. Jafnframt að niðurstöðurnar verið kynntar ungmennaráði.