5. nóvember 2012 kl. 09.00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arkarholt 19, umsókn um endurbyggingu sólskála og viðbyggingu201211028
Sigríður Símonardóttir Arkarholti 19 Mos. sækir um leyfi til að endurbyggja sólskála og stækka íbúðarhúsið að Arkarholti 19 í samræmi við framlögð gögn.
Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og vísar því til umfjöllunar skipulagsnefndar á grundvelli ákvæða 44. gr. skipulagslaga nr. 123/20102. Reykjahvoll 41, byggingarleyfisumsókn fyrir geymslu og eymbað201211003
Kristín Ólafsdóttir Reykjahvoli 41 Mos. sækir um leyfi til að byggja geymslu og eimbað úr timbri og steinsteypu að Reykjahvoli 41 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð geymslu 22,4 m2, eimbað 7,1 m2, samtals 87,8 m3.
Samþykkt.3. Þormóðsdalsl. lnr: 125611 - Byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu, stækkun á verönd og útgangi.201207119
Birgir Hjaltalín Vallhólma 22 Kópavogi sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað sinn í landi þormóðsdals landnr. 125611 samkvæmt framlögðum gögnum.
Jafnframt er sótt um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins og stækka verönd.
Beiðni um leyfi til að stækka sumarbústaðinn er synjað á grundvelli afgreiðslu skipulagsnefndar þann 9. ágúst 2012.
Byggingafulltrúi gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á innra fyrirkomulagi sumarbústaðarins og stækkun verandar.