7. júní 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framhaldsskóli - nýbygging2010081418
FSR óskar staðfestingar bæjarráðs á heimild til þeirra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Eykt ehf., um byggingu framhaldsskólan í Mosfellsbæ.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta heimild til Framkvæmdasýslu ríkisins um að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Eykt ehf. um nýbyggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ.
2. Sumarstörf 2012201202129
Minnisblöð tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra vegna vinnuskóla og sumarstarfa 2012.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv og BH.
Lögð fram minnisblöð tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra vegna vinnuskóla og sumarstarfa 2012.
3. Umsókn um styrk frá ólympíuleikjafara201205048
Áður á dagskrá 1074. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs. Hjálögð er umsögnin.
Erindinu frestað til næsta fundar og óskað eftir frekari upplýsingum frá framkvæmdastjóra menningarsviðs.
4. Erindi íbúa Blikahöfða 1 vegna vatnsleka201205214
Til máls tóku: HS, JJB og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til byggingarfulltrúa og forstöðumanns þjónustumiðstöðvar til umsagnar.
5. Fyrirspurn frá Eftirlitsstofnun EFTA um sérleyfi201205262
Til máls tóku: HS, JJB, BH, HSv, HBA og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvædastjóra að undirbúa drög að svari og leggja fyrir næsta fund.
6. Hlégarður - endurbætur201206021
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs óskar heimildar til útboðs á þakviðgerðum á Hlégarði.
Til máls tóku: KT og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út fyrsta áfanga um þakviðgerðir á Hlégarði.