7. apríl 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi íbúa í Aðaltúni 6 og 8 varðandi breytingu á lóðamörkum201102225
Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði um málið á 297. fundi og bókaði að hún tæki undir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Til máls tóku: HS, BH, JS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
2. Erindi Alþingis, óskað umsagnar um þingsályktunartillögu vegna fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf201102345
Áður á dagskrá 1021. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs. Umsögn hans hjálögð.
Fyrir fundinum láu drög að umsögn frá framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Samþykkt með þremur atkvæðum að senda fyrirliggjandi umsögn, í nafni bæjarráðs, til Alþingis.
3. Ársreikningur Sorpu bs 2010201103450
Til máls tóku: HS og JS.
Ársreikningurinn lagður fram.
4. Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi201103454
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs.
Til máls tóku: HS, JJS, JS, BÞÞ og BH.
Frestað.
5. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna Bæjarás 5201103468
Til máls tóku: HS, BH, JJB, JS og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.