9. febrúar 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Haraldur Sverrisson formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) aðalmaður
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar201011056
Dagskrá fundarins: 1. Stefán Ómar Jónsson bæjarritari kynnir samtantekt um mögulegt aðgengi að gögnum með tilliti til stjórnsýslu- og upplýsingalaga. Svo og hvaða möguleikar eru til staðar hvað varðar notkun vefs og íbúagáttar Mosfellsbæjar í þessu sambandi. 2. Fundir um lýðræðismál. Á síðasta fundi var ákveðið að boða til fræðslu- og vinnufunda um málefni lýðræðisnefndar. 3. Skoðanakannanir. Útfærsla á könnun rædd.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Samantekt varðandi aðgengi að gögnum.<BR> <BR>Til máls tóku: HSv, SÓJ, JJB, ÓG, ASG og BH.<BR>Stefán Ómar fór yfir samtantekt sína og fóru fram umræður í nefndinni í framhaldinu um að gera gögn aðgengileg.<BR>Niðurstaðan varð sú að fela starfsmanni nefndarinnar, Stefáni Ómari að vinna áfram á grunni samantektarinnar og koma fram með tillögu að verklagi í þeim efnum.<BR> </DIV><DIV> <BR>Fundir um lýðræðismál.</DIV><DIV>Til máls tóku: HSv, SDA, JJB, BH, ASG og ÓG.<BR>Sigríður Dögg fór yfir hugmyndir að fræðslufundi þar sem valinkunnir fyrirlesarar um lýðræðismál yrðu fengnir til að koma og halda fyrirlestra. Í framhaldi af fræðslufundinum verði haldinn vinnufundur þar sem þátttakendur verða u.þ.b. 50 Mosfellingar 18 ára og eldri, valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá.<BR>Niðurstaðan varð sú að fela starfsmönnum nefndarinnar, þeim Sigríði Dögg og Sigríði Indriðadóttur, að fullvinna tillögu að tilhögun þessara funda og tímasetningu og undirbúa framkvæmd þeirra í samræmi við umræður á fundinum.</DIV><DIV><BR>Skoðanakannanir.</DIV><DIV>Til máls tóku: HSv, SDA, JJB, BH, ASG og ÓG.<BR>Sigríður Dögg fór yfir tillögu að skoðanakönnun meðal íbúa um lýðræðismál og aðkomu íbúa að ákvarðanatöku.<BR>Niðurstaðan varð sú að nefndin ákvað að framkvæmakönnunina í samræmi við umræður á fundinum.</DIV></DIV></DIV></DIV>