30. nóvember 2010 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Haraldur Sverrisson formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
- Sigríður Indriðadóttir stjórnsýslusvið
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
. Dagskrá fundarins: 1. Hlutverk nefndarinnar 2. Framlagning á kynningarefni 3. Ákvörðun um fundartíma 4. Umræða um verklag nefndarinnar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar201011056
Haraldur Sverrisson formaður nefndarinnar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til þessa fyrsta fundar nefndarinnar.<BR> <BR>Hlutverk nefndarinnar.<BR>Formaður fór yfir aðdragenda að stofnun nefndarinnar og fór einnig yfir hugmynd að þeim verkefnum sem nefndin gæti haft sem leiðarljós í sinni vinnu.<BR>Til máls tóku: HSv, HS, JJB, ASG, SDA, SI og SÓJ.<BR>Umræður fóru fram um hvaða atriði það ættu að vera sem féllu undir lýðræðisstefnu bæjarins og var í því efni m.a. rætt um reglur um íbúakosningar, gagnsæi og aðgang að gögnum og hvernig standa ætti að innleiðingu lýðræðisstefnunnar þegar þar að kæmi.<BR> <BR>Framlagning á kynningarefni.<BR>Á fundinum var lögð fram vinnumappa með ýmsum gagnlegum upplýsingum og fór Sigríður Dögg Auðunsdóttir (SDA) yfir innihald möppunnar og gerði grein fyrir því efni sem þar væri að finna. Efni möppunnar verður gert íbúum aðgengilegt og verður bætt við efnið eftir því sem þurfa þykir.<BR> <BR>Ákvörðun um fundartíma.<BR>Til máls tóku: HSv, HS, JJB, ASG, SDA, SI og SÓJ.<BR>Samþykkt var að fundartími yrði annan hvern þriðjudag kl. 17:00 og næsti fundur yrði þann 21. desember nk.<BR> <BR>Umræða um verklag nefndarinnar.<BR>Til máls tóku: HSv, HS, JJB, ASG, SDA, SI og SÓJ.<BR>Ákveðið var að hefja starf nefndarinnar á því að setja upp svæði á vef Mosfellsbæjar þar sem upplýsingar yrðu settar fram jafnóðum um starf nefndarinnar, framvindu vinnunnar og lögð verði áhersla á markvisst samráð við íbúa í öllu starfi nefndarinnar.
Umræða um verklag í starfi nefndarinnar var á þann veg að undirbúa hvern fund þannig að ávallt verði ákveðið fundarefni til meðferðar á fundi og var í því sambandi m.a. nefnt að fá á fundi nefndarinnar fyrirlesara, hvernig nýta mætti vef og íbúagátt bæjarins og fleira.<BR>Var starfsmönnum nefndarinnar falið að taka saman upplýsingar um stöðu lýðræðismála í sveitarfélaginu t.d. hvað varðar íbúaþing o.þ.h.<BR>Einnig að taka saman upplýsingar um mögulegt aðgengi að gögnum með tilliti til stjórnsýslu- og upplýsingalaga. Svo og að taka saman hvaða möguleikar eru til staðar hvað varðar notkun vefs og íbúagáttar Mosfellsbæjar í þessu sambandi.