3. maí 2017 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Álafossvegur 23/umsókn um byggingarleyfi f. anddyri201601125
Húsfélagið Álafossvegi 23 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu anddyri við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg. Stærð 26,3 m2, 68,8 m3.
Samþykkt.
2. Ásland 9/Umsókn um byggingarleyfi201701245
Andrés Gunnarsson Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og bílgeymslu á lóðinni nr. 9 við Ásland í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 98,8 m2, aukaíbúð 77,5 m2, 2. hæð 147,4 m2, bílgeymsla 29,0 m2, 1119,4 m3.
Samþykkt.
3. Engjavegur 14a (Kvennabrekka), Umsókn/fyrirspurn um byggingarleyfi201705036
Sævar Geirsson Hamraborg 10 Kópavogi fh. Stefáns Friðfinnssonar, sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað á lóðinni nr. 14A við Engjaveg ( Kvennabrekku) auk þess að byggja bílskúr úr timbri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun sumarbústaðs 44,2 m2 159,0 m3. Bílskúr 45,3 m2, 149,5 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem sumarbústaðurinn stendur utan samþykkts byggingarreits í deiliskipulagi fyrir einbýlishús.
4. Laxatunga 140,Umsókn um byggingarleyfi201704076
Carlos Gambos Naustabryggju 36 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins nr. 140 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Heildar stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
5. Lágholt 2a, Umsókn um byggingarleyfi201705022
Guðbjörg Pétursdóttir Lágholti 2A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta bílskúr hússins nr. 2 við Lágholt í snyrtistofu í rekstri einstaklings í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
6. Skýjaborgir v/Krókatjörn, Umsókn um byggingarleyfi/fyrirspurn201705021
Kristján Gissurarson Akraseli 18 Reykjavík sækir um leyfi til að flytja og staðsetja áður byggt timburhús á landsspildu við Krókatjörn, landnr. 125143 í samræmi við framlögð gögn. Á landinu sem er ódeiliskipulagt er frístundahús. Landi
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem landið er ódeiliskipulagt.
7. Snæfríðargata 1, Umsókn um byggingarleyfi201704096
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða tveggja hæða fjöleignahús nr. 1 við Snæfríðargötu. Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.
Samþykkt.
8. Snæfríðargata 5, Umsókn um byggingarleyfi201704097
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða tveggja hæða fjöleignahús nr. 5 við Snæfríðargötu. Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.
Samþykkt.
9. Stórikriki 37, Umsókn um byggingarleyfi201704025
ingi B. Kárason Litlakrika 39 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 37 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss: Íbúð 196,9 m2, bílgeymsla 46,9 m2, 1076,0 m3. Áður samþykktir uppdrættir á lóðinni falli úr gildi.
Samþykkt.
10. Sölkugata 7, Umsókn um byggingarleyfi201704050
Anna B Guðbergsdóttir Bakkastöðum 161 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og bílgeymslu á lóðinni nr. 7 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: íbúð 1. hæð 106,0 m2, bílgeymsla 31,2 m2, aukaíbúð 65,0 m2, 2. hæð 125,8 m2, 1208,1 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna aukaíbúðar.
11. Sölkugata 1-3, Umsókn um byggingarleyfi201703363
HJS Bygg ehf. Reykjabyggð 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 1 og 3 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð nr. 1, íbúð 178,0 m2, 789,6 m3. Stærð nr. 3, íbúð 178,0 m2, 789,6 m3.
Samþykkt.
12. Sölkugata 5, Umsókn um byggingarleyfi201703369
HJS Bygg ehf. Reykjabyggð 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 5 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð : íbúð 195,8 m2, 852,0 m3
Samþykkt.
13. Vogatunga 17,Umsókn um byggingarleyfi201704053
Marteinn Jónsson Vindakór 5 Kópavogi sækir um leyfi fyrir tilfærslu um 100 cm. til austurs á áður samþykktu einbýlishúsi við Vogatungu 17 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.